Innlent

Mikið spurt eftir líknarskrá

Hún er nú komin í handrit, en enn á eftir að senda hana nokkrum stofnunum til yfirlestrar. Hún tekur til þátta er varða takmarkanir á læknismeðferð, til að mynda endurlífgun og vökvagjöf. Þá tilnefnir einstaklingur umboðsmann, sem framfylgir hinsta vilja hans. Loks getur einstaklingur skráð hvort hann vilji gefa líffæri eða ekki. "Við erum að undirbúa hvernig við gefum líknarskrána út og jafnframt að undirbúa prentun á þar til gerðu eyðublaði sem fólk fyllir út og lýsir yfir hinsta vilja sínum," sagði Sigurður. "Líknarskráin verður tilbúin á næstu vikum." Einn einstaklingur hefur þegar skrifað undir yfirlýsingu um hinsta vilja sinn hjá Landlæknsiembættinu. Sigurður sagði að hann hefði óskað sérstaklega eftir því og að sjálfsögðu hefði verið orðið við þeirri bón. "Það er greinilegt að fólk sér þörfina á slíkri skrá um hinsta vilja," sagði Sigurður. "Við höfum fengið mikið af jákvæðum viðbrögðum og fólk hefur spurt af hverju við værum ekki löngu búin að þessu. Ég býst við því að margir muni notfæra sér þetta plagg og það mun verða fyrirliggjandi á sjúkrastofnunum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×