Ratzinger verður Benedikt XVI 19. apríl 2005 00:01 Mikil fagnaðarlæti brutust út á Péturstorginu í Róm síðdegis þegar hvítur reykur steig upp úr reykháfi á Sixtínsku kapellunni. Skömmu síðast hringdu kirkjuklukkur inn nýjan páfa, Benedikt sextánda. Aðeins rétt rúmum sólarhring eftir að páfakjörið hófst brutust út fagnaðarlæti utan Sixtínsku kapellunnar. Ástæðan var sú að þvert á það sem búist hafði verið við virtist sem hvítur reykur stigi upp frá reykháfnum á þaki kapellunnar en það þýddi að nýr páfi hafði verið kjörinn. Í fyrstu var óljóst hvort að reykurinn væri í raun hvítur en þegar kirkjuklukkur hringdu fór ekki á milli mála að kjörinu var lokið. Innan stundar birtist svo chíleski kardinálinn Jorge Arturo Medina Estevez sem tilkynnti val páfa. Hann sagði að Ratzinger kardínáli hefði orðið fyrir valinu við mikinn fögnuð viðstaddra. Hundrað þúsund manns fylgdust með og fögnuðu á Péturstorginu og milljónir manna fylgdust með beinni útsendingu í sjónvarpi. Joseph Ratzinger tekur sér nafnið Benedikt sextándi og hann ávarpaði mannfjöldann. Hann sagði:„Kæru bræður og systur. Á eftir hinum mikla páfa Jóhannesi Páli öðrum hafa kardínálar valið mig, einfaldan og auðmjúkan verkamann, í víngarði drottins.“ Að Joseph Ratzinger skyldi verða kjörinn páfi kom ekki endilega á óvart en að ekki þyrfti lengri tíma til bendir til þess að íhaldssamir kardinálar hafi haft töluvert forskot á þá frjálslyndari við páfakjörið. Hann var meðal þeirra sem oftast voru nefndir fyrir páfakjörið en talið var að hann væri of einstrengingslegur til þess að hljóta tvo þriðju hluta atkvæða og að lokum yrði fundin málamiðlum sem allir gætu sætt sig við. Val hans á nafninu Benedikt kemur nokkuð á óvart því að síðasti Benedikt páfi þótti frjálslyndur og diplómatískur, reyndi að binda enda á fyrri heimsstyrjöldina og lét senda svo mikið af hjálpargögnum til Tyrklands að stytta var reist þar honum til heiðurs. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Mikil fagnaðarlæti brutust út á Péturstorginu í Róm síðdegis þegar hvítur reykur steig upp úr reykháfi á Sixtínsku kapellunni. Skömmu síðast hringdu kirkjuklukkur inn nýjan páfa, Benedikt sextánda. Aðeins rétt rúmum sólarhring eftir að páfakjörið hófst brutust út fagnaðarlæti utan Sixtínsku kapellunnar. Ástæðan var sú að þvert á það sem búist hafði verið við virtist sem hvítur reykur stigi upp frá reykháfnum á þaki kapellunnar en það þýddi að nýr páfi hafði verið kjörinn. Í fyrstu var óljóst hvort að reykurinn væri í raun hvítur en þegar kirkjuklukkur hringdu fór ekki á milli mála að kjörinu var lokið. Innan stundar birtist svo chíleski kardinálinn Jorge Arturo Medina Estevez sem tilkynnti val páfa. Hann sagði að Ratzinger kardínáli hefði orðið fyrir valinu við mikinn fögnuð viðstaddra. Hundrað þúsund manns fylgdust með og fögnuðu á Péturstorginu og milljónir manna fylgdust með beinni útsendingu í sjónvarpi. Joseph Ratzinger tekur sér nafnið Benedikt sextándi og hann ávarpaði mannfjöldann. Hann sagði:„Kæru bræður og systur. Á eftir hinum mikla páfa Jóhannesi Páli öðrum hafa kardínálar valið mig, einfaldan og auðmjúkan verkamann, í víngarði drottins.“ Að Joseph Ratzinger skyldi verða kjörinn páfi kom ekki endilega á óvart en að ekki þyrfti lengri tíma til bendir til þess að íhaldssamir kardinálar hafi haft töluvert forskot á þá frjálslyndari við páfakjörið. Hann var meðal þeirra sem oftast voru nefndir fyrir páfakjörið en talið var að hann væri of einstrengingslegur til þess að hljóta tvo þriðju hluta atkvæða og að lokum yrði fundin málamiðlum sem allir gætu sætt sig við. Val hans á nafninu Benedikt kemur nokkuð á óvart því að síðasti Benedikt páfi þótti frjálslyndur og diplómatískur, reyndi að binda enda á fyrri heimsstyrjöldina og lét senda svo mikið af hjálpargögnum til Tyrklands að stytta var reist þar honum til heiðurs.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira