Hvíta reyksins beðið 18. apríl 2005 00:01 Kardinálar frá öllum heimshornum settust í gær á rökstóla um kjör nýs páfa, bak við luktar dyr Sixtínsku kapellunnar í Páfagarði. Ekki var einhugur um nýjan páfa í fyrstu atkvæðagreiðslunni og því reis svartur mökkur upp úr reykháfi kapellunnar. Hátæknihlerunarvarnabúnaður á að hindra að nokkuð spyrjist út um það sem fram fer fyrr en kardinálarnir 115 hafa komist að niðurstöðu, en það gæti tekið nokkra daga. Er hinum þungu dyrum kapellunnar var lokið aftur höfðu nærfellt 40.000 manns safnast á Péturstorgið til að freista þess að vera með þeim fyrstu sem sjá hvíta reykinn stíga upp af þar til gerðum reykháf kapellunnar, en hann táknar að nýr páfi, hinn 265. í röðinni, hafi verið kjörinn. Það var hins vegar svartur mökkur sem steig upp til himna frá kapellunni í gærkvöld. Hann táknar að kardinálunum tókst ekki að ná samkomulagi um nýjan páfa í fyrstu umferð kosninganna. Líklega mun hvíti reykurinn ekki stíga upp fyrr en að nokkrum atkvæðagreiðslum loknum. Joseph Ratzinger, einn áhrifamesti kardinálinn í Páfagarði, messaði yfir kollegum sínum áður en þeir drógu sig í hlé til kjörfundarins. Í ræðunni minnti Ratzinger kirkjuhöfðingjana og kaþólikka almennt á hreyfingar sem hann telur ógn við hina réttu trú og helstu áskoranir næsta páfa. Meðal þessara ógna taldi hann hugmyndafræði á borð við marxisma, frjálshyggju, guðleysi, efahyggju og sjálfhverfa einstaklingshyggju. Sérstaka ógn sagði hann stafa af afstæðishyggju, hugmyndafræði þeirra sem telja að enginn algildur sannleikur sé til. "Við færumst nær alræði afstæðishyggjunnar sem tekur engin gildi gild," sagði Ratzinger. Þessari ógn verði kirkjan og hinir trúuðu að mæta af festu. Ratzinger, sem er 78 ára að aldri, er einn þeirra sem líklegastir þykja til að verða næsti páfi. Í veðbönkum var hann í gær kominn upp fyrir Ítalann Dionigi Tettamanzi, sem þykir frjálslyndari en Ratzinger. Meðal þeirra sem mest er veðjað á eru þó nú í fyrsta sinn menn frá löndum utan Evrópu, frá Brasilíu, Hondúras og Nígeríu. Jóhannes Páll II var fyrsti páfinn í aldir sem ekki var ítalskur. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Kardinálar frá öllum heimshornum settust í gær á rökstóla um kjör nýs páfa, bak við luktar dyr Sixtínsku kapellunnar í Páfagarði. Ekki var einhugur um nýjan páfa í fyrstu atkvæðagreiðslunni og því reis svartur mökkur upp úr reykháfi kapellunnar. Hátæknihlerunarvarnabúnaður á að hindra að nokkuð spyrjist út um það sem fram fer fyrr en kardinálarnir 115 hafa komist að niðurstöðu, en það gæti tekið nokkra daga. Er hinum þungu dyrum kapellunnar var lokið aftur höfðu nærfellt 40.000 manns safnast á Péturstorgið til að freista þess að vera með þeim fyrstu sem sjá hvíta reykinn stíga upp af þar til gerðum reykháf kapellunnar, en hann táknar að nýr páfi, hinn 265. í röðinni, hafi verið kjörinn. Það var hins vegar svartur mökkur sem steig upp til himna frá kapellunni í gærkvöld. Hann táknar að kardinálunum tókst ekki að ná samkomulagi um nýjan páfa í fyrstu umferð kosninganna. Líklega mun hvíti reykurinn ekki stíga upp fyrr en að nokkrum atkvæðagreiðslum loknum. Joseph Ratzinger, einn áhrifamesti kardinálinn í Páfagarði, messaði yfir kollegum sínum áður en þeir drógu sig í hlé til kjörfundarins. Í ræðunni minnti Ratzinger kirkjuhöfðingjana og kaþólikka almennt á hreyfingar sem hann telur ógn við hina réttu trú og helstu áskoranir næsta páfa. Meðal þessara ógna taldi hann hugmyndafræði á borð við marxisma, frjálshyggju, guðleysi, efahyggju og sjálfhverfa einstaklingshyggju. Sérstaka ógn sagði hann stafa af afstæðishyggju, hugmyndafræði þeirra sem telja að enginn algildur sannleikur sé til. "Við færumst nær alræði afstæðishyggjunnar sem tekur engin gildi gild," sagði Ratzinger. Þessari ógn verði kirkjan og hinir trúuðu að mæta af festu. Ratzinger, sem er 78 ára að aldri, er einn þeirra sem líklegastir þykja til að verða næsti páfi. Í veðbönkum var hann í gær kominn upp fyrir Ítalann Dionigi Tettamanzi, sem þykir frjálslyndari en Ratzinger. Meðal þeirra sem mest er veðjað á eru þó nú í fyrsta sinn menn frá löndum utan Evrópu, frá Brasilíu, Hondúras og Nígeríu. Jóhannes Páll II var fyrsti páfinn í aldir sem ekki var ítalskur.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira