Erlent

Stuðningur við ESB-aðild eykst

Fleiri Norðmenn eru fylgjandi aðild að Evrópusambandinu nú en fyrr á árinu. Samkvæmt nýrri könnun sem gerð var á dögunum myndu 58 prósent þjóðarinnar kjósa með aðild ef þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin á næstunni. Þetta er tveggja prósenta hækkun frá síðustu könnun sem gerð var í febrúar. Þrýstihópar í Noregi sem vilja inngöngu í Evrópusambandið óska eftir frekari umræðum um stöðu Noregs í Evrópu nú þegar 100 ár eru liðin frá því að landið fékk sjálfstæði frá Svíþjóð. Almenningur er þó ekki eins spenntur fyrir þessum umræðum og er ekki búist við að Evrópuaðild verði eitt af hitamálum þingkosninganna í haust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×