Erlent

Gríðarlegur mannfjöldi í Róm

Einhver fjölmennasta jarðarför sögunnar hófst klukkan átta þar sem Jóhannes Páll páfi II verður borinn til hinstu hvílu. Fjórir konungar, fimm drottningar og sjötíu forsetar eru viðstödd jarðarförina, auk fjölda annarra þjóðarleiðtoga.

Öryggisgæslan vegna útfararinnar á sér vart fordæmi. Meira en fimmtán þúsund lögreglumenn og öryggisverðir eru á vakt. Tvær milljónir manna ætluðu að freista þess að vera viðstaddar jarðarförina en þar sem Péturstorgið tekur ekki nema í mesta lagi rúmlega 200 þúsund manns urðu fjölmargir frá að hverfa. Þeir geta hins vegar fylgst með á risastórum sjónvarpsskjám. 

Dyrunum að Péturskirkjunni var lokað klukkan tíu í gærkvöldi og þá höfðu tvær milljónir manna lagt leið sína að viðhafnarbörum með líki páfans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×