Innlent

Heyrnartæki lækka

Heilbrigðismálaráðuneytið segir þessa lækkun tilkomna vegna þess að gengi íslensku krónunnar hafi styrkst verulega á undanförnum mánuðum. Því sé svigrúm til þess að lækka verð heyrnartækja. Heyrnartæki hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni kosta nú frá 28 þúsund krónum og upp í 72 þúsund. Þátttaka ríkisins er kr. 28 þúsund og hlutur einstaklinga getur því verið frá því að þurfa ekki að greiða neitt og upp í 45 þúsund krónur. Biðtími eftir heyrnartækjum er nú átta vikur fyrir hefðbundin tæki en getur orðið eitthvað lengri fyrir sérsmíðuð flókin tæki.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×