Innlent

Auðun Georg fær starfslokasamning

"Ég hef óskað eftir því við lögmann RÚV, Kristján Þorbergsson, hæstaréttarlögmann, að hann annist meðferð málsins fyrir okkar hönd," sagði útvarpsstjóri. Auðun Georg hóf störf á RÚV sem fréttastjóri Útvarps 1. apríl og sagði sig frá starfi þann sama dag, eins og kunnugt er. Spurður almennt um forsendur starfslokasamninga vinnuveitenda og starfsmanna sagði Gísli Tryggvason lögfræðingur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja að ólíkt því sem almennt væri í stjórnsýslurétti væru engan lagareglur sem giltu um þá. Þeir væru ekki bundnir í kjarasamninga né aðra samninga. Hins vegar væri ákveðin hefð fyrir þeim sem yrði æ ríkari. "Stundum er miðað við það hvort maður á biðlaunarétt eða hugsanlegan biðlaunarétt og höfð hliðsjón af því," sagði Gísli. "Ef það er ekki fyrir hendi þá er algengasta forsendan sú að trúnaðarbrestur hefur orðið í samstarfi þess sem starfslokasamningurinn er gerður við og stjórnenda eða samstarfsmanna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×