Erlent

Halldór verður við útförina

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður viðstaddur jarðarför Jóhannesar Páls páfa II í Róm á föstudaginn. Upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, Steingrímur Ólafsson, og Hörður Bjarnason, sendiherra Íslands gagnvart Vatíkaninu, verða með í för.

Páfi verður jarðsunginn snemma á föstudagsmorgun og hefst athöfnin í Vatíkaninu klukkan átta að íslenskum tíma. Hann verður svo jarðaður í grafhvelfingu undir Péturskirkjunni líkt og aðrir páfar.

Búist er við að um 200 þjóðarleiðtogar verði við jarðarförina, m.a. Bush Bandaríkjaforseti, Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Schröder, kanslari Þýskalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×