Innlent

Menn fái umbun starfi þeir áfram

Auðun Georg Ólafsson sat ekki fréttafund með fréttamönnum á fréttastofu Útvarps klukkan hálfníu. Hann hitti hins vegar fréttamenn klukkan hálftíu til að gera grein fyrir stöðu mála. Þar sagði hann að hann skildi að þeir sem ekki treystu honum vildu hætta störfum en bauðst til að gera vel við þá sem vildu verða áfram. Sagt var frá því í fréttum Ríkisútvarpsins klukkan tíu að Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, myndi bera ritstjórnarlega ábyrgð næstu vikurnar á meðan Auðun kynnist vinnustaðnum. Fréttamenn hyggjast fjölmenna á þingpalla nú klukkan ellefu til að láta í ljós andstöðu sína við ráðningu Auðuns Georgs í starf fréttastjóra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×