Útvarpsstjóri vanvirði starfsmenn 31. mars 2005 00:01 Starfsmenn Ríkisútvarpsins segja útvarpsstjóra hafa vanvirt starfsmenn og ýtt til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum við ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þeir samþykktu vantraustsyfirlýsingu á Markús Örn Antonsson á fjölmennum fundi í hádeginu. 178 greiddu henni atkvæði sitt, tólf voru á móti og einn sat hjá. Starfsmennirnir segja í harðorðri ályktun að útvarpsráð og útvarpsstjóri hafi týnt til falsrök, ýkjur og skrök í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Þeir líti svo á að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus og líti á ráðningu hans sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa á Ríkisútvarpinu sé það á ábyrgð útvarpsstjóra og hans eins. Fundurinn lýsti því vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli „sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi,“ eins og það er orðað í ályktuninni. Og starfsmenn voru harðorðir á fundinum: talað var um nauðgunarstefnu, valdstjórn, ofbeldi og pólitískar sendingar. Haukur Hauksson, starfsmaður RÚV, sagði ráðningarferlið stórhneyksli sem verði að hrinda og óskaði eftir samstarfi starfsmanna. Fréttamönnum hafa borist margar stuðningsyfirlýsingar, þar af fékk G. Pétur Matthíasson fréttamaður eina óvenjulega frá leigubílstjóra sem sagði málið mikið rætt í stéttinni. Hann teldi Björn Inga Hrafnsson, aðstoðarmann forsætisráðherra, standa á bak við ráðninguna því hann hefði margoft keyrt Björn og Auðun Georg í leigubílnum sínum.. Jón Ingi Benediktsson skrifstofustjóri sagði að fréttamenn Ríkisútvarpsins væru að misnota Ríkisútvarpið í þessari baráttu líkt og fréttamenn Stöðvar 2 hefðu stjórnað allri umræðu um fjölmiðlafrumvarpið. Og hann lýsti yfir vonbrigðum með það. Auðun Georg hefur lýst því yfir að hann ætli að mæta til starfa á Ríkisútvarpinu klukkan níu í fyrramálið. Óðinn Jónsson fréttamaður segir óvíst hvaða móttökur hann fær. Þetta sé söguleg ályktun sem sýni hversu mikill þungi sé í málinu og samstaðan gríðarleg mikil. „Hvað gerist síðan veit enginn en útvarpsstjóri á næsta leik. Við vonum auðvitað enn að hann sjái að sér og þessi ráðning verði ekki að veruleika og nýir tímar muni hefjast hjá Ríkisútvarpinum og fagleg sjónarmið látin ráða,“ segir Óðinn. Auðun Georg mætti óvænt til fundar við Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra um miðjan dag í dag. Fundurinn stóð í klukkustund og athygli vakti að Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs, var ekki viðstaddur. Að þessu loknu gekk Auðun Georg um fréttastofurnar og kastaði kveðju á starfsfólkið. Ríkissjónvarpið tók myndir við þetta tækifæri en vildi ekki lána þær Stöð 2. Ályktun starfsmannafundar Ríkisútvarpsins:Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins haldinn 31. mars 2005 harmar að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi.Við ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps vék útvarpsráð og útvarpsstjóri til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök voru tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af.Fundurinn lýsir fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu fréttamanna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Starfsmenn Ríkisútvarpsins segja útvarpsstjóra hafa vanvirt starfsmenn og ýtt til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum við ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þeir samþykktu vantraustsyfirlýsingu á Markús Örn Antonsson á fjölmennum fundi í hádeginu. 178 greiddu henni atkvæði sitt, tólf voru á móti og einn sat hjá. Starfsmennirnir segja í harðorðri ályktun að útvarpsráð og útvarpsstjóri hafi týnt til falsrök, ýkjur og skrök í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Þeir líti svo á að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus og líti á ráðningu hans sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa á Ríkisútvarpinu sé það á ábyrgð útvarpsstjóra og hans eins. Fundurinn lýsti því vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli „sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi,“ eins og það er orðað í ályktuninni. Og starfsmenn voru harðorðir á fundinum: talað var um nauðgunarstefnu, valdstjórn, ofbeldi og pólitískar sendingar. Haukur Hauksson, starfsmaður RÚV, sagði ráðningarferlið stórhneyksli sem verði að hrinda og óskaði eftir samstarfi starfsmanna. Fréttamönnum hafa borist margar stuðningsyfirlýsingar, þar af fékk G. Pétur Matthíasson fréttamaður eina óvenjulega frá leigubílstjóra sem sagði málið mikið rætt í stéttinni. Hann teldi Björn Inga Hrafnsson, aðstoðarmann forsætisráðherra, standa á bak við ráðninguna því hann hefði margoft keyrt Björn og Auðun Georg í leigubílnum sínum.. Jón Ingi Benediktsson skrifstofustjóri sagði að fréttamenn Ríkisútvarpsins væru að misnota Ríkisútvarpið í þessari baráttu líkt og fréttamenn Stöðvar 2 hefðu stjórnað allri umræðu um fjölmiðlafrumvarpið. Og hann lýsti yfir vonbrigðum með það. Auðun Georg hefur lýst því yfir að hann ætli að mæta til starfa á Ríkisútvarpinu klukkan níu í fyrramálið. Óðinn Jónsson fréttamaður segir óvíst hvaða móttökur hann fær. Þetta sé söguleg ályktun sem sýni hversu mikill þungi sé í málinu og samstaðan gríðarleg mikil. „Hvað gerist síðan veit enginn en útvarpsstjóri á næsta leik. Við vonum auðvitað enn að hann sjái að sér og þessi ráðning verði ekki að veruleika og nýir tímar muni hefjast hjá Ríkisútvarpinum og fagleg sjónarmið látin ráða,“ segir Óðinn. Auðun Georg mætti óvænt til fundar við Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra um miðjan dag í dag. Fundurinn stóð í klukkustund og athygli vakti að Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs, var ekki viðstaddur. Að þessu loknu gekk Auðun Georg um fréttastofurnar og kastaði kveðju á starfsfólkið. Ríkissjónvarpið tók myndir við þetta tækifæri en vildi ekki lána þær Stöð 2. Ályktun starfsmannafundar Ríkisútvarpsins:Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins haldinn 31. mars 2005 harmar að útvarpsstjóri skuli virða að vettugi ítrekaðar áskoranir fréttamanna og yfirgnæfandi meirihluta annarra starfsmanna RÚV að endurskoða ákvörðun um ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Með því sýni útvarpsstjóri öllum starfsmönnum stofnunarinnar og því starfi sem þeir vinna vanvirðingu. Fundurinn lýsir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli sem hlýtur að vekja spurningar um hvort hann hafi í raun hagsmuni RÚV að leiðarljósi.Við ráðningu Auðunar Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps vék útvarpsráð og útvarpsstjóri til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum. Falsrök, ýkjur og skrök voru tínd til í þeim tilgangi að varpa ryki í augu almennings. Í þessu ljósi telja starfsmenn Ríkisútvarpsins að nýráðinn fréttastjóri sé umboðslaus til þess að gegna því starfi og líta á ráðningu hans, sem hvert annað aprílgabb. Mæti hann til starfa í Ríkisútvarpinu verði það á ábyrgð útvarpsstjóra eins. Hann einn réð hann og hann einn er þess umkominn að koma í veg fyrir að frekara tjón hljótist af.Fundurinn lýsir fullum stuðningi við áframhaldandi baráttu fréttamanna fyrir sjálfstæði fréttastofa útvarps og sjónvarps.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira