Innlent

Fréttastjóri losaður undan rekstri

Friðrik Páll Jónsson fréttamaður hefur afsalað sér starfi afleysingafréttastjóra á fréttastofu Ríkisútvarpsins frá og með morgundeginum þegar Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri, er væntanlegur til starfa. Friðrik hefur á ný störf við fréttaþáttinn Spegilinn. Í grein sem Friðrik ritar í Morgunblaðið í dag rifjar hann upp að útvarpsstjóri hafi stutt stofnun fréttasviðs árið 2002 þar sem einn yfirmaður var settur yfir báðar fréttastofurnar. Því hafi fréttamenn á báðum stofunum mótmælt og sömuleiðis útvarpsráð og væri nú skynsamlegast að leggja það niður. Í staðinn yrði skipaður góður rekstrarstjóri fyrir báðar fréttastofurnar sem héldi utan um fjárhagsáætlanir og sinnti starfsmannahaldi. Það þurfi einmitt að losa fréttastjóra undan rekstri en eins og komið hefur fram þá eru helstu rök stjórnenda útvarpsins fyrir ráðningu Auðuns Georgs sem fréttastjóra þau að hann hafi reynslu af rekstri. Fréttablaðið hefur í dag eftir Auðni Georg að hann ætli að taka við starfinu; þetta sé innanhússmál sem hann vilji að verði leyst á þeim vettvangi og með þeim hætti að menn ræði saman. Fréttamenn útvarps og sjonvarps réðu ráðum sínum á fundi í hádeginu í gær og í dag ætla öll starfsmannasamtök Ríkisútvarpsins að halda fund vegna ráðningar Auðuns Georgs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×