Innlent

Starfsmannafundur hjá RÚV á morgun

Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu hélt fund klukkan eitt í dag þar sem aðgerðir vegna komu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins voru ræddar. Mikil ólga hefur verið meðal starfsmanna í kjölfar ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra eins og kunnugt er. Boðað hefur verið til starfsmannafundar í Ríkisútvarpinu á morgun en gert er ráð fyrir því að nýr fréttastjóri mæti til starfa á föstudag, þann 1. apríl.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×