Innlent

BSRB styður kröfu starfsmanna RÚV

Stjórn BSRB lýsir yfir fullum stuðningi við kröfu Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins um að útvarpsstjóri endurskoði ákvörðun sína um ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra fréttastofu Útvarps. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að fagleg og sanngjörn sjónarmið beri jafnan að hafa í heiðri við ráðningu starfsmanna. Umsækjendum hafi verið sýnd vanvirða með því að láta í veðri vaka að ráðningarferli yrði byggt á faglegum grundvelli, fólk kallað í viðtöl, látið gera grein fyrir menntun og starfsreynslu en allt slíkt hafi síðan verið að engu haft við ráðninguna. Eins segir að nauðsynlegt sé að ráðning fréttastjóra sé hafin yfir allan vafa um flokkspólitíska íhlutun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×