Óvíst hvort Wolfowitz verði ráðinn 17. mars 2005 00:01 Tilnefning Pauls Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í embætti bankastjóra Alþjóðabankans, hefur vakið hörð viðbrögð. Óvíst er hvort tilnefningin fæst staðfest. Víða í Evrópu undrast menn val Bush Bandaríkjaforseta á Wolfowitz og benda einnig á tilnefningu Johns Boltons í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í síðustu viku. Fyrir vikið séu tveir helstu talsmenn einstrengingslegrar stefnu stjórnar Bush, þess efnis að Bandaríkin eigi að fara sínu fram, orðnir forsvarsmenn hjá alþjóðastofnunum sem snúast um samvinnu og málamiðlanir. Þær raddir hafa einnig heyrst að Wolfowitz muni beita Alþjóðabankanum þannig að hann þjóni þeim hagsmunum sem Wolfowitz varði í varnarmálaráðuneytinu, þ.e. öryggishagsmunum Bandaríkjanna og því að dreifa lýðræði um víða veröld í stað þróunaraðstoðar. Talsmenn hjálparsamtaka gera athugasemdir við reynsluleysi og bakgrunn Wolfowitz og segja hann ekki rétta manninn til að ná fram sátt og samlyndi í samstarfi þjóðanna í Alþjóðabankanum. Tveir af þekktustu hagfræðingum heims og sérfræðingar í þróunarmálum, Jeffrey Sachs og Joseph Stiglitz, eru mótfallnir Wolfowitz. Þýskir fjölmiðlar segja að innan hóps evrópskra stjórnenda bankans sé talað um andstöðu og að koma verði í veg fyrir að tilnefning Bush verði staðfest. Fregnir bárust raunar af því að áður en Bush tilnefndi Wolfowitz hafi nafn hans verið nefnt óformlega við þungavigtarmenn innan bankans og ráðningu hans hafnað. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, var þó hæstánægður í gærkvöldi og sagði að Wolfowitz væri afbragðsmaður með góða reynslu á alþjóðavettvangi. Erlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Tilnefning Pauls Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í embætti bankastjóra Alþjóðabankans, hefur vakið hörð viðbrögð. Óvíst er hvort tilnefningin fæst staðfest. Víða í Evrópu undrast menn val Bush Bandaríkjaforseta á Wolfowitz og benda einnig á tilnefningu Johns Boltons í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í síðustu viku. Fyrir vikið séu tveir helstu talsmenn einstrengingslegrar stefnu stjórnar Bush, þess efnis að Bandaríkin eigi að fara sínu fram, orðnir forsvarsmenn hjá alþjóðastofnunum sem snúast um samvinnu og málamiðlanir. Þær raddir hafa einnig heyrst að Wolfowitz muni beita Alþjóðabankanum þannig að hann þjóni þeim hagsmunum sem Wolfowitz varði í varnarmálaráðuneytinu, þ.e. öryggishagsmunum Bandaríkjanna og því að dreifa lýðræði um víða veröld í stað þróunaraðstoðar. Talsmenn hjálparsamtaka gera athugasemdir við reynsluleysi og bakgrunn Wolfowitz og segja hann ekki rétta manninn til að ná fram sátt og samlyndi í samstarfi þjóðanna í Alþjóðabankanum. Tveir af þekktustu hagfræðingum heims og sérfræðingar í þróunarmálum, Jeffrey Sachs og Joseph Stiglitz, eru mótfallnir Wolfowitz. Þýskir fjölmiðlar segja að innan hóps evrópskra stjórnenda bankans sé talað um andstöðu og að koma verði í veg fyrir að tilnefning Bush verði staðfest. Fregnir bárust raunar af því að áður en Bush tilnefndi Wolfowitz hafi nafn hans verið nefnt óformlega við þungavigtarmenn innan bankans og ráðningu hans hafnað. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, var þó hæstánægður í gærkvöldi og sagði að Wolfowitz væri afbragðsmaður með góða reynslu á alþjóðavettvangi.
Erlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira