Ráðningin rædd í útvarpspredikun 13. mars 2005 00:01 Margir í þjóðfélaginu eru orðnir þreyttir á þessum yfirgangi, segir séra Örn Bárður Jónsson sem í morgun gerði ráðningu á nýjum fréttastjóra Útvarpsins að umræðuefni í predikun sinni. Hann vonast til að deilurnar verði leystar í sátt og samlyndi og aldrei að vita nema fyrsta skrefið í þá átt verði tekið þegar útvarpsstjóri ræðir loks málin við fréttamenn í fyrramálið. „Nú verða sagðar fréttir.“ Með þessum orðum hófst útvarpspredikunin í morgun . Séra Örn Bárður sagðist þar skilja vel ólguna í starfsmönnum Ríkisútvarpsins, þeim sé heitt í hamsi og það líklega með réttu. Um leið vildi þessi þjónn Guðs minna á í hve erfiðum sporum fréttamenn Útvarps væru þessa dagana - að fjalla um eigin hagsmuni í fréttum. „Fjölmiðlar eru aldrei hlutlausir. Það er enginn hlutlaus; ég er það ekki og get ekki verið það vegna þess að við höfum öll einhvern sjónarhól sem við horfum af,“ segir Örn. Spurður hvort hann sé að taka afstöðu í málinu segir Örn svo ekki vera, alla vega ekki beint, heldur sé hann að minna á að í þjóðfélaginu sé gengið fram með vissu offorsi. Og hann kveðst telja að margir séu orðnir þreyttir á þessum yfirgangi. Aðspurður hvort ráðning nýs útvarpsstjóra hafi átt erindi við kirkjugesti í morgun segist Örn hafa nefnt tengingu starfs síns við starf fréttamanna, sem sé að boða tiltekin gildi og vera frjáls og óháður. Hins vegar hafi hann talað um margt annað í predikuninni, t.a.m. fátækt í heiminum og mörg önnur vandamál, en oft sé það þannig með fréttamenn að þeir hafi áhuga á því sem varði þeirra áhugamál en ekki þau djúpu mál sem hann hafi talað um. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur loks fundið tíma til að ræða við fréttamenn Ríkisútvarpsins um óánægju þeirra með þá ákvörðun hans að ráða í stöðu útvarpsstjóra, Auðun Georg Ólafsson. Þórdís Arnljótsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna, segir að löngu boðaður félagsfundur verði annað kvöld þar sem greidd verði atkvæði um kjarasamning ríkisins og BHM og hún gerir ráð fyrir að þá verði ráðning Auðuns einnig rædd. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Margir í þjóðfélaginu eru orðnir þreyttir á þessum yfirgangi, segir séra Örn Bárður Jónsson sem í morgun gerði ráðningu á nýjum fréttastjóra Útvarpsins að umræðuefni í predikun sinni. Hann vonast til að deilurnar verði leystar í sátt og samlyndi og aldrei að vita nema fyrsta skrefið í þá átt verði tekið þegar útvarpsstjóri ræðir loks málin við fréttamenn í fyrramálið. „Nú verða sagðar fréttir.“ Með þessum orðum hófst útvarpspredikunin í morgun . Séra Örn Bárður sagðist þar skilja vel ólguna í starfsmönnum Ríkisútvarpsins, þeim sé heitt í hamsi og það líklega með réttu. Um leið vildi þessi þjónn Guðs minna á í hve erfiðum sporum fréttamenn Útvarps væru þessa dagana - að fjalla um eigin hagsmuni í fréttum. „Fjölmiðlar eru aldrei hlutlausir. Það er enginn hlutlaus; ég er það ekki og get ekki verið það vegna þess að við höfum öll einhvern sjónarhól sem við horfum af,“ segir Örn. Spurður hvort hann sé að taka afstöðu í málinu segir Örn svo ekki vera, alla vega ekki beint, heldur sé hann að minna á að í þjóðfélaginu sé gengið fram með vissu offorsi. Og hann kveðst telja að margir séu orðnir þreyttir á þessum yfirgangi. Aðspurður hvort ráðning nýs útvarpsstjóra hafi átt erindi við kirkjugesti í morgun segist Örn hafa nefnt tengingu starfs síns við starf fréttamanna, sem sé að boða tiltekin gildi og vera frjáls og óháður. Hins vegar hafi hann talað um margt annað í predikuninni, t.a.m. fátækt í heiminum og mörg önnur vandamál, en oft sé það þannig með fréttamenn að þeir hafi áhuga á því sem varði þeirra áhugamál en ekki þau djúpu mál sem hann hafi talað um. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur loks fundið tíma til að ræða við fréttamenn Ríkisútvarpsins um óánægju þeirra með þá ákvörðun hans að ráða í stöðu útvarpsstjóra, Auðun Georg Ólafsson. Þórdís Arnljótsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna, segir að löngu boðaður félagsfundur verði annað kvöld þar sem greidd verði atkvæði um kjarasamning ríkisins og BHM og hún gerir ráð fyrir að þá verði ráðning Auðuns einnig rædd.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum