Innlent

Útvarpsstjóri fundar ekki

Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur ekki séð sér fært að funda með fréttamönnum Ríkisútvarpsins vegna óánægju þeirra með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra, eins og þeir hafa óskað eftir. Enn hafa ekki verið teknar ákvarðanir varðandi aðgerðir af hálfu fréttamanna vegna ráðningarinnar. Stjórn Félags fréttamanna hittist klukkan tíu í morgun til að undirbúa tillögur um aðgerðir en fram kom í gær að uppsagnir væru íhugaðar. Fundur allra í félaginu með fulltrúa frá BHM fór fram í hádeginu í dag þar sem ætlunin var að fara yfir þau úrræði sem löglegt er að grípa til. Enginn fréttatími hefur fallið niður í dag og slíkt mun ekki standa til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×