Innlent

Pólitískur stimpill er hræðilegur

44308EB8DA879FF60A49D48242068E7C1B6D6C04DE367DE0377F95DD90C7B8C1_1600x900

Samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir „harma þá pólitísku aðför að lögbundnu hlutleysi Ríkisútvarpsins og þar með að lýðræðinu, sem ráðning Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra útvarpsins felur í sér.“ 

Enn einu sinni hafi stjórnvöld orðið ber að því að láta flokkspólitíska hagsmuni ráða og líta fram hjá faglegum sjónarmiðum þegar ráðið er í mikilvæg opinber störf. Enn fremur segir, að það sé ólíðandi að sá umsækjenda, sem hefur minnsta reynslu og þekkingu á því starfi sem ráðið var til, sé tekinn fram yfir fréttamenn með áratuga reynslu hjá fréttastofu þessa almannaútvarps. Samtökin hvetja Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra til að endurskoða ákvörðun sína og meta að verðleikum þá fimm umsækjendur sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs RÚV, telur hæfasta til starfans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×