Innlent

Lýsa vantrausti á útvarpsstjóra

Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu samþykkti einróma á fundi sínum í morgun ályktun þar sem lýst er vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra fyrir að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra Útvarps. Ályktunin er svohljóðandi: „Almennur félagsfundur í Félagi fréttamanna haldinn 10 mars 2005 lýsir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpstjóra fyrir að ákveða að ráða Auðunn Georg Ólafsson fréttastjóra útvarpsins. Ráðning hans er augljóslega á pólitískum forsendum einvörðungu og með henni er vegið að sjálfstæði og óhlutdrægni fréttastofunnar. Útvarpsstjóri hafði tækifæri til að standa vörð um hagsmuni Ríkisútvarpsins og almennings en kaus að gera það ekki. Því nýtur hann ekki lengur trausts fréttamanna.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×