Innlent

Heitar umræður um RÚV á þingi

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega á Alþingi fyrir stundu þá ákvörðun útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins að ráða Auðun Georg Ólafsson í stöðu fréttastjóra Útvarps. Mörður Árnason og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, sögðu meðal annars að útvarpsstjóri ætti að axla ábyrgð á þeim mistökum sem hann hefði gert og láta af embætti. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði umræðuna um málið með ólíkindum og órökstudda. Hún vísaði því á bug að Auðun Georg væri tengdur Framsóknarflokknum eins og haldið hefði verið fram enda hefði hann aldrei verið þátttakandi í starfi flokksins. Utandagskrárumræða fer væntanlega fram um ráðningu fréttastjóra Ríkisútvarpsins á Alþingi eftir helgina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×