Auðun Georg ráðinn fréttastjóri 9. mars 2005 00:01 Nú rétt í þessu var tilkynnt að Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hefði ráðið Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Yfirlýsing útvarpsstjóra til fjölmiðla: Á fundi útvarpsráðs í gær voru lagðar fram að nýju tíu umsóknir um stöðu fréttastjóra útvarps á fréttasviði Ríkisútvarpsins, sem auglýst var laus til umsóknar í janúar. Ennfremur var lögð fram umsögn Boga Ágústssonar, forstöðumanns fréttasviðsins, þar sem fram kemur að allir umsækjendur uppfylli hæfniskröfur samkvæmt auglýsingunni. Hins vegar var það mat forstöðumanns fréttasviðsins, að fimm umsækjendur, sem allir starfa á fréttastofu útvarps, kæmu helzt til greina í stöðuna, að teknu tilliti til starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar. Útvarpsráð, sem lögum samkvæmt skal gera tillögu til útvarpsstjóra um ráðningu starfsmanna dagskrár, mælti hins vegar með því að Auðun Georg Ólafsson yrði ráðinn í stöðu fréttastjóra. Niðurstaðan var eindregin. Hlaut Auðun stuðning meirihluta ráðsins, þ.e. fjögur atkvæði en þrír seðlar voru auðir. Þar sem Auðun uppfyllir öll hæfnisskilyrði starfsauglýsingar og með hliðsjón af því að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna dagskrár í umboði almannavaldsins vegur þyngra en aðrar umsagnir, og enginn annar umsækjandi fékk atkvæði í útvarpsráði, hef ég ákveðið að ráða Auðun Georg Ólafsson til að gegna starfi fréttastjóra útvarps. Hann á að baki fjölbreytt nám og hefur yfir að búa starfsreynslu, sem mun nýtast honum vel hjá Ríkisútvarpinu og koma stofnuninni að góðu gagni. 9. marz 2005 Markús Örn Antonsson Auðun Georg Ólafsson er 34 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1990 og BA-prófi í stjórnmálafræðum frá Háskóla Íslands 1994. Á árunum 1996-2001 nam Auðun við Kaupmannahafnarháskóla og hefur MA-gráðu í stjórnmálafræði þaðan. Árið 1996 sótti Auðun námskeið Blaðamannaháskóla Norðurlandaráðs um stjórnmál og stjórnarfar Norðurlanda, og samskipti þeirra við ESB og Eystrasaltsríkin. Menntamálaráðuneytið í Japan veitti honum styrk til MA-náms í stjórnsýslufræðum við lagadeild Tohoku háskóla í Japan 1997-1999. Jafnhliða lagði hann stund á nám í japönsku. Þá hefur hann sótt námskeið í samningatækni við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Auðun Georg Ólafsson var fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar samhliða námi á árunum 1993-1999 og gegndi m.a. fréttaritarastörfum í Kaupmannahöfn og Japan. Hann starfaði einnig við dagskrárgerð hjá Íslenska útvarpsfélaginu. Að námi loknu vann Auðun um skeið við almannatengsl hjá fyrirtækinu Kynningu og markaði ehf. Hann ritaði ennfremur ársskýrslu um Ísland, greiningu á stjórnmálalífi, hagþróun og fréttir úr viðskiptalífinu fyrir greiningafyrirtækið European Intelligence Unit (EIU), móðurfyrirtæki tímaritsins Economist. Auðun Georg hefur að undanförnu verið markaðs- og svæðissölustjóri fyrir hátæknifyrirtækið Marel í Asíu, ábyrgur fyrir áætlanagerð, árangursgreiningu og þróun rekstrar- og söluferla fyrirtækisins í Japan, Tælandi og Víetnam. Auðun er kvæntur Fernanda Nakayama, sem fædd er í Brasilíu. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Nú rétt í þessu var tilkynnt að Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hefði ráðið Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Yfirlýsing útvarpsstjóra til fjölmiðla: Á fundi útvarpsráðs í gær voru lagðar fram að nýju tíu umsóknir um stöðu fréttastjóra útvarps á fréttasviði Ríkisútvarpsins, sem auglýst var laus til umsóknar í janúar. Ennfremur var lögð fram umsögn Boga Ágústssonar, forstöðumanns fréttasviðsins, þar sem fram kemur að allir umsækjendur uppfylli hæfniskröfur samkvæmt auglýsingunni. Hins vegar var það mat forstöðumanns fréttasviðsins, að fimm umsækjendur, sem allir starfa á fréttastofu útvarps, kæmu helzt til greina í stöðuna, að teknu tilliti til starfs- og stjórnunarreynslu og menntunar. Útvarpsráð, sem lögum samkvæmt skal gera tillögu til útvarpsstjóra um ráðningu starfsmanna dagskrár, mælti hins vegar með því að Auðun Georg Ólafsson yrði ráðinn í stöðu fréttastjóra. Niðurstaðan var eindregin. Hlaut Auðun stuðning meirihluta ráðsins, þ.e. fjögur atkvæði en þrír seðlar voru auðir. Þar sem Auðun uppfyllir öll hæfnisskilyrði starfsauglýsingar og með hliðsjón af því að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna dagskrár í umboði almannavaldsins vegur þyngra en aðrar umsagnir, og enginn annar umsækjandi fékk atkvæði í útvarpsráði, hef ég ákveðið að ráða Auðun Georg Ólafsson til að gegna starfi fréttastjóra útvarps. Hann á að baki fjölbreytt nám og hefur yfir að búa starfsreynslu, sem mun nýtast honum vel hjá Ríkisútvarpinu og koma stofnuninni að góðu gagni. 9. marz 2005 Markús Örn Antonsson Auðun Georg Ólafsson er 34 ára gamall. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1990 og BA-prófi í stjórnmálafræðum frá Háskóla Íslands 1994. Á árunum 1996-2001 nam Auðun við Kaupmannahafnarháskóla og hefur MA-gráðu í stjórnmálafræði þaðan. Árið 1996 sótti Auðun námskeið Blaðamannaháskóla Norðurlandaráðs um stjórnmál og stjórnarfar Norðurlanda, og samskipti þeirra við ESB og Eystrasaltsríkin. Menntamálaráðuneytið í Japan veitti honum styrk til MA-náms í stjórnsýslufræðum við lagadeild Tohoku háskóla í Japan 1997-1999. Jafnhliða lagði hann stund á nám í japönsku. Þá hefur hann sótt námskeið í samningatækni við Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Auðun Georg Ólafsson var fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar samhliða námi á árunum 1993-1999 og gegndi m.a. fréttaritarastörfum í Kaupmannahöfn og Japan. Hann starfaði einnig við dagskrárgerð hjá Íslenska útvarpsfélaginu. Að námi loknu vann Auðun um skeið við almannatengsl hjá fyrirtækinu Kynningu og markaði ehf. Hann ritaði ennfremur ársskýrslu um Ísland, greiningu á stjórnmálalífi, hagþróun og fréttir úr viðskiptalífinu fyrir greiningafyrirtækið European Intelligence Unit (EIU), móðurfyrirtæki tímaritsins Economist. Auðun Georg hefur að undanförnu verið markaðs- og svæðissölustjóri fyrir hátæknifyrirtækið Marel í Asíu, ábyrgur fyrir áætlanagerð, árangursgreiningu og þróun rekstrar- og söluferla fyrirtækisins í Japan, Tælandi og Víetnam. Auðun er kvæntur Fernanda Nakayama, sem fædd er í Brasilíu.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira