Innlent

Auðun Georg fékk flest atkvæði

Auðun Georg Ólafsson hlaut fjögur atkvæði sjálfstæðis- og framsóknarmanna í Útvarpsráði í morgun þegar fjallað var um umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarps. Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs hjá Ríkisútvarpinu, hafði áður mælt með fjórum umsækjendum sem allir starfa í dag hjá stofnuninni en það gerir Auðun Georg ekki. Þrír fulltrúar stjórnarandstöðu í Útvarpsráði sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Nú fer málið í hendur útvarpsstjóra sem tekur ákvörðun um ráðningu þannig að björninn er ekki unninn hjá Auðuni þótt stuðningur Útvarpsráðs liggi fyrir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×