Innlent

Samkomulag um samgöngumiðstöð

Ríkisstjórnin mun fjármagna lagningu Hlíðarfótarvegar í Vatnsmýri og einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður lokað strax á þessu ári. Þetta kemur fram á minnisblaði samgönguráðherra og borgarstjóra um málefni flugvallarins og fyrirhugaðrar samgöngumiðstöðvar sem undirritað var fyrir þremur vikum. Á minnisblaðinu koma fram forsendur samkomulags ríkis og borgar. Þar er bókað að með byggingu miðstöðvarinnar sé ekki tekin afstaða til framtíðar flugvallarins. Þar er auk þess gert ráð fyrir að NA/SV flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli verði lokað á þessu ári og að ríkið fjármagni nýjan Hlíðarfótarveg sem leggja verður vegna miðstöðvarinnar. Að undanförnu hefur starfshópur unnið að tillögum um samgöngumiðstöðina og var skýrsla hans kynnt í ríkisstjórninni í gær. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir að samkomlagið þýði að loks hafi verið höggvið á hnútinn á milli ríkis og borgar í flugvallarmálinu. "Það er mín skoðun að flugvöllurinn verði ekki þarna til eilífðarnóns og ég vonast til að með samkomulaginu hafi hopun vallarins verið flýtt og hann fari í áföngum."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×