Innlent

Ráðgjöf gegn HIV - smiti

Ákveðið hefur verið að bjóða þeim einstaklingum sem koma í HIV-próf viðtal við hjúkrunarfræðing sem fræðir viðkomandi um áhættuhegðun sem getur leitt til HIV-smits. Það er þeim sem óskar eftir HIV-prófi í sjálfsvald sett hvort hann þiggur þessa ráðgjöf eða fer eingöngu í blóðpróf, að sögn Más, sem bendir á að allir starfsmenn göngudeildar smitsjúkdóma séu bundnir þagnarskyldu. Hjúkrunarfræðingur á göngudeildinni er við mánudaga kl. 08:00 - 16:00, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 08:00 - 12:00. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þessa þjónustu geta hringt í 5432040 eða farið á göngudeildina sem er fyrir ofan slysadeildina á Landspítalanum í Fossvogi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×