Ódýrara að taka lán fyrir skálanum 21. febrúar 2005 00:01 Ódýrara hefði verið fyrir Reykjavíkurborg að taka lán fyrir sýningarskálanum sem hýsir landnámsminjarnar í Aðalstræti en að selja hann og endurleigja. Það hefur varafulltrúi F-lista í skipulagsráði reiknað út. Hann vill að málið verði tekið upp, enda hljóti að vera um mistök að ræða hjá borgaryfirvöldum. Í kjallara hótelbyggingar við Aðalstræti 16 eru elstu leyfar um mannvist sem fundist hafa í borginni. Mikið var rætt um það hvernig standa ætti að varðveislu þeirra og ofan á varð að hýsa minjarnar í sýningarskála, selja skálann til byggingafyrirtækisins Stoða og leigja hann svo aftur af fyrirtækinu. Talað var um gagnkvæman hag beggja aðila þegar samningurinn var kynntur. Sveinn Aðalsteinsson, viðskiptafræðingur og varafulltrúi F-listans í skipulagsráði, segir óskiljanlegt að hægt sé að komast að þeirri niðurstöðu. Hann bendir á að söluandvirði skálans, sem rann til borgarinnar, sé 160 milljónir króna og Stoðir leggi út 90 milljónir vegna smíði hans. Borgin hafi verið búin að greiða 240 milljónir samkvæmt bókfærðu byggingarverði þegar samningurinn var undirritaður, en hann felur einnig í sér að borgin greiði um 1,6 milljónir í leigu fyrir skálann á mánuði næstu 25 ár. Það eru 500 milljónir fyrir utan vísitölu. „En hvað ætlar borgin að gera svo?“ spyr Sveinn. „Hverjir eiga raunverulega aðgang í það minnsta að þessum mannvistarleifum?“ Að mati Sveins hefði verið nær að borgin tæki lán fyrir byggingu skálans sem bæri 3,5 prósent ársvexti. Heildarútgjöld af slíku láni til 25 ára, að viðbættum viðhaldskostnaði, væru einungis 400 milljónir. Útgjöldin væru því um hundrað milljónum lægri en kostnaður vegna leigusamningsins við Stoðir. Þá ætti borgin sýningarskálann skuldlausan eftir 25 ár og hefði fullan umráðarétt yfir eigninni. Því verður ekki breytt að þarna verði hótel að sögn Sveins en það verði að taka þetta upp þannig að borgin eigi sýningarskálann í kjallaranum. „Og síðan spyr ég að öðru: hvað með ríkið? Þetta eru elstu mannvistarleifar frá upphafi Íslandsbyggðar og hvers vegna í ósköpunum er aldrei talað um ríkið í þessu sambandi?“ Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Ódýrara hefði verið fyrir Reykjavíkurborg að taka lán fyrir sýningarskálanum sem hýsir landnámsminjarnar í Aðalstræti en að selja hann og endurleigja. Það hefur varafulltrúi F-lista í skipulagsráði reiknað út. Hann vill að málið verði tekið upp, enda hljóti að vera um mistök að ræða hjá borgaryfirvöldum. Í kjallara hótelbyggingar við Aðalstræti 16 eru elstu leyfar um mannvist sem fundist hafa í borginni. Mikið var rætt um það hvernig standa ætti að varðveislu þeirra og ofan á varð að hýsa minjarnar í sýningarskála, selja skálann til byggingafyrirtækisins Stoða og leigja hann svo aftur af fyrirtækinu. Talað var um gagnkvæman hag beggja aðila þegar samningurinn var kynntur. Sveinn Aðalsteinsson, viðskiptafræðingur og varafulltrúi F-listans í skipulagsráði, segir óskiljanlegt að hægt sé að komast að þeirri niðurstöðu. Hann bendir á að söluandvirði skálans, sem rann til borgarinnar, sé 160 milljónir króna og Stoðir leggi út 90 milljónir vegna smíði hans. Borgin hafi verið búin að greiða 240 milljónir samkvæmt bókfærðu byggingarverði þegar samningurinn var undirritaður, en hann felur einnig í sér að borgin greiði um 1,6 milljónir í leigu fyrir skálann á mánuði næstu 25 ár. Það eru 500 milljónir fyrir utan vísitölu. „En hvað ætlar borgin að gera svo?“ spyr Sveinn. „Hverjir eiga raunverulega aðgang í það minnsta að þessum mannvistarleifum?“ Að mati Sveins hefði verið nær að borgin tæki lán fyrir byggingu skálans sem bæri 3,5 prósent ársvexti. Heildarútgjöld af slíku láni til 25 ára, að viðbættum viðhaldskostnaði, væru einungis 400 milljónir. Útgjöldin væru því um hundrað milljónum lægri en kostnaður vegna leigusamningsins við Stoðir. Þá ætti borgin sýningarskálann skuldlausan eftir 25 ár og hefði fullan umráðarétt yfir eigninni. Því verður ekki breytt að þarna verði hótel að sögn Sveins en það verði að taka þetta upp þannig að borgin eigi sýningarskálann í kjallaranum. „Og síðan spyr ég að öðru: hvað með ríkið? Þetta eru elstu mannvistarleifar frá upphafi Íslandsbyggðar og hvers vegna í ósköpunum er aldrei talað um ríkið í þessu sambandi?“
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira