Kjarnorkuvopnaeign helsta ógnin 17. febrúar 2005 00:01 Kjarnorkuvopnaeign Asíuríkja er meðal helstu ógna sem Bandaríkjamenn þurfa að fylgjast með að mati yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Hryðjuverk eru áfram ofarlega á lista yfir ógnir. Það kvað við nýjan tón í vitnisburði Porters Goss, yfirmanns leyniþjónustunnar CIA, á Bandaríkjaþingi í gær. Hann gerði þar grein fyrir þeim ógnunum sem steðjuðu að Bandaríkjunum og í ár virðist sem Kína sé á þeim lista. Goss ræddi umbætur hjá kínverska hernum og sagði þær breyta valdajafnvæginu í Asíu, Bandaríkjamönnum í óhag. Einkum var hann á því að kjarnorkuvopnabúri Kínverja hefði fleygt fram og að þeir væru nú færir um að valda verulegum usla í Taívan. Hernaðarmáttur Kínverja væri í vaxandi mæli ógn við bandarískar hersveitir á svæðinu. Hann taldi Kínverja staðráðna í að bregðast við því sem þeir teldu tilraunir Bandaríkjamanna til að einangra Kínverja. Fram til þessa hafa yfirmenn CIA ávallt lagt áherslu á samvinnu Bandaríkjanna og Kína í vitnisburði sínum á Bandaríkjaþingi og því þykir orðaval Goss í gær bera vitni um breytta hugsun hjá leyniþjónustunni - ef ekki bandarískum stjórnvöldum yfirleitt. Hermt er að Bandaríkjamenn hafi af því töluverðar áhyggjur að átök geti brotist út á milli Kína og Taívan en sérfræðingar í málefnum ríkjanna telja vaxandi viðskipti og samgöngur draga úr líkunum á því. Kjarnorkuvopnabúr fleiri Asíuríkja eru þó þess eðlis að ástæða sé til þess að fylgjast með að mati Goss. Hann segir upplýsingar CIA benda til þess að vopnabúr Norður-Kóreumanna sé mun stærra en talið var þegar Bush forseti nefndi Norður-Kóreu sem hluta af öxulveldi hins illa. Goss vildi þó ekki gefa upp hversu stórt búrið væri nú talið eða hvers vegna, þar sem þær upplýsingar væru trúnaðarmál. Hann sagði hins vegar liggja fyrir að fleira en kjarnorkuvopn væru ofarlega á lista stjórnvalda í Pjongjang; þar væri til að mynda unnið að þróun sýkla- og efnavopna og hugsanlega væri til nokkurt magn slíkra vopna. Að auki væru Norður-Kóreumenn fúsir að selja hverjum sem er upplýsingar um hvernig smíða ætti vopn af því tagi sem þeim hefði tekist að þróa. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Kjarnorkuvopnaeign Asíuríkja er meðal helstu ógna sem Bandaríkjamenn þurfa að fylgjast með að mati yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Hryðjuverk eru áfram ofarlega á lista yfir ógnir. Það kvað við nýjan tón í vitnisburði Porters Goss, yfirmanns leyniþjónustunnar CIA, á Bandaríkjaþingi í gær. Hann gerði þar grein fyrir þeim ógnunum sem steðjuðu að Bandaríkjunum og í ár virðist sem Kína sé á þeim lista. Goss ræddi umbætur hjá kínverska hernum og sagði þær breyta valdajafnvæginu í Asíu, Bandaríkjamönnum í óhag. Einkum var hann á því að kjarnorkuvopnabúri Kínverja hefði fleygt fram og að þeir væru nú færir um að valda verulegum usla í Taívan. Hernaðarmáttur Kínverja væri í vaxandi mæli ógn við bandarískar hersveitir á svæðinu. Hann taldi Kínverja staðráðna í að bregðast við því sem þeir teldu tilraunir Bandaríkjamanna til að einangra Kínverja. Fram til þessa hafa yfirmenn CIA ávallt lagt áherslu á samvinnu Bandaríkjanna og Kína í vitnisburði sínum á Bandaríkjaþingi og því þykir orðaval Goss í gær bera vitni um breytta hugsun hjá leyniþjónustunni - ef ekki bandarískum stjórnvöldum yfirleitt. Hermt er að Bandaríkjamenn hafi af því töluverðar áhyggjur að átök geti brotist út á milli Kína og Taívan en sérfræðingar í málefnum ríkjanna telja vaxandi viðskipti og samgöngur draga úr líkunum á því. Kjarnorkuvopnabúr fleiri Asíuríkja eru þó þess eðlis að ástæða sé til þess að fylgjast með að mati Goss. Hann segir upplýsingar CIA benda til þess að vopnabúr Norður-Kóreumanna sé mun stærra en talið var þegar Bush forseti nefndi Norður-Kóreu sem hluta af öxulveldi hins illa. Goss vildi þó ekki gefa upp hversu stórt búrið væri nú talið eða hvers vegna, þar sem þær upplýsingar væru trúnaðarmál. Hann sagði hins vegar liggja fyrir að fleira en kjarnorkuvopn væru ofarlega á lista stjórnvalda í Pjongjang; þar væri til að mynda unnið að þróun sýkla- og efnavopna og hugsanlega væri til nokkurt magn slíkra vopna. Að auki væru Norður-Kóreumenn fúsir að selja hverjum sem er upplýsingar um hvernig smíða ætti vopn af því tagi sem þeim hefði tekist að þróa.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira