Innlent

Tíu sækja um hjá RÚV

Tíu sækja um starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins en umsóknarfrestur rann út í gær. Átta af umsækjendunum eru starfsmenn útvarpsins. 

Umsækjendurnir eru: Arnar Páll Hauksson fréttamaður, Auðun Georg Ólafsson, markaðs- og svæðissölustjóri, Björn Þorláksson fréttamaður, Friðrik Páll Jónsson, starfandi fréttastjóri, Hjördís Finnbogadóttir fréttamaður, Jóhann Hauksson, dagskrárstjóri Rásar 2, Kristín Þorsteinsdóttir, rekstrarhagfræðingur og fyrrv. fréttamaður, Óðinn Jónsson fréttamaður, Pálmi Jónasson fréttamaður og Þórhallur Jósepsson fréttamaður. 

Kári Jónasson, fráfarandi fréttastjóri, hafði starfað hjá Ríkisútvarpinu í tæp tuttugu ár en hætti í haust og gerðist ritstjóri Fréttablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×