Saumað að verðandi ráðherra 6. janúar 2005 00:01 Erfiðar spurningar um grundvöll stefnu Bandaríkjastjórnar, einkum um meðferð stríðsfanga, verða lagðar fyrir dómsmálaráðherraefni Bandaríkjaforseta þegar hann kemur á fund þingnefndar í dag. Þingmenn vilja meðal annars vita hvernig hann gat komist að þeirri niðurstöðu að Genfarsáttmálarnir væru úreltir. Alberto Gonzales hefur verið tilnefndur eftirmaður Johns Ashcrofts í dómsmálaráðuneytinu í Washington en Gonzales er sem stendur lagaráðgjafi Bush forseta og fyrrverandi dómari í Texas. Þeir Bush eru sagðir nánir og forsetinn hefur meðal annars sagt Gonzales bráðskarpan og réttsýnan. Hann er sagður ofarlega á lista þeirra sem Bush vildi skipa í hæstarétt Bandaríkjanna. Margir þingmenn sem og fulltrúar mannréttindasamtaka eru þó síður en svo hrifnir af Gonzales, ekki síst vegna skýrslu sem hann skrifaði fyrir Bandaríkjaforseta í byrjun ársins 2002. Þar sagði meðal annars að hlutar Genfarsáttmálanna væru úreltir og sérkennilegir. Þeim væri ekki ætlað að vernda al-Kaída liða eða talíbana sem er sú skilgreining sem notuð er yfir flesta fangana á Guantanamo-herstöðinni á Kúbu. Demókratar á þingi vilja vita hvernig Gonzales komst að þessari niðurstöður. Gagnrýnendur vilja fá svör við spurningum um stefnu Bandaríkjastjórnar hvað Genfarsáttmálana varðar, hvernig stóð á misnotkun fanga í Guantanamo-fangelsinu sem og í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Vitað er að Gonzales hyggst meðal annars svara því til að Bandaríkin hafi staðið frammi fyrir erfiðum spurningum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 en að Bush forseti hafi svarið að fylgja bæði bandarískum gildum og þeim reglum sem við ættu. Það hefði hann sjálfur gert og myndi gera í embætti dómsmálaráðherra, sem er talið öruggt að hann hljóti þrátt fyrir hugsanlega orrahríð þingmanna. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
Erfiðar spurningar um grundvöll stefnu Bandaríkjastjórnar, einkum um meðferð stríðsfanga, verða lagðar fyrir dómsmálaráðherraefni Bandaríkjaforseta þegar hann kemur á fund þingnefndar í dag. Þingmenn vilja meðal annars vita hvernig hann gat komist að þeirri niðurstöðu að Genfarsáttmálarnir væru úreltir. Alberto Gonzales hefur verið tilnefndur eftirmaður Johns Ashcrofts í dómsmálaráðuneytinu í Washington en Gonzales er sem stendur lagaráðgjafi Bush forseta og fyrrverandi dómari í Texas. Þeir Bush eru sagðir nánir og forsetinn hefur meðal annars sagt Gonzales bráðskarpan og réttsýnan. Hann er sagður ofarlega á lista þeirra sem Bush vildi skipa í hæstarétt Bandaríkjanna. Margir þingmenn sem og fulltrúar mannréttindasamtaka eru þó síður en svo hrifnir af Gonzales, ekki síst vegna skýrslu sem hann skrifaði fyrir Bandaríkjaforseta í byrjun ársins 2002. Þar sagði meðal annars að hlutar Genfarsáttmálanna væru úreltir og sérkennilegir. Þeim væri ekki ætlað að vernda al-Kaída liða eða talíbana sem er sú skilgreining sem notuð er yfir flesta fangana á Guantanamo-herstöðinni á Kúbu. Demókratar á þingi vilja vita hvernig Gonzales komst að þessari niðurstöður. Gagnrýnendur vilja fá svör við spurningum um stefnu Bandaríkjastjórnar hvað Genfarsáttmálana varðar, hvernig stóð á misnotkun fanga í Guantanamo-fangelsinu sem og í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Vitað er að Gonzales hyggst meðal annars svara því til að Bandaríkin hafi staðið frammi fyrir erfiðum spurningum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 en að Bush forseti hafi svarið að fylgja bæði bandarískum gildum og þeim reglum sem við ættu. Það hefði hann sjálfur gert og myndi gera í embætti dómsmálaráðherra, sem er talið öruggt að hann hljóti þrátt fyrir hugsanlega orrahríð þingmanna.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“