Hafi veist að heiðri fréttamanna 15. mars 2005 00:01 Formaður Félags fréttamanna segir að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafi veist að starfsheiðri fréttamanna Ríkisútvarpsins í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Félag fréttamanna sendi frá sér harðorða ályktun í gærkvöld eftir félagsfund. Þar ítreka fréttamenn vantraust sitt á útvarpsstjóra og lýsa því jafnframt yfir að þeir muni ekki starfa með nýráðnum fréttastjóra, Auðuni Georg Ólafssyni. Fréttastofan hefur ítrekað reynt að ná tali af Auðuni en án árangurs og hann hefur heldur ekki svarað skilaboðum fréttastofu. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, sagði hins vegar í morgun að fréttamenn hafi alið þá von í brjósti að eftir fund hans og fulltrúa fréttastofu Útvarps með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra í gærmorgun myndi útvarpsstjóri hugleiða betur stöðu sína gagnvart ráðningunni. Markús Örn hafi valið að gera það ekki heldur hafi hann komið með mjög óvægnar yfirlýsingar í Kastljósþætti í sjónvarpinu í gærkvöldi þar sem hann hafi beinlínis veist að starfsmönnum á fréttastofunni og starfsheiðri þeirra. Sem fyrr segir er því lýst yfir í ályktun fréttamanna í gærkvöld að þeir ætli ekki að vinna með Auðuni Georg. Aðspurður hvað fréttamenn hyggist gera ef Auðun Georg haldi því til streitu að þiggja starfið og mæti til starfa segir Jón Gunnar að fréttamenn ætli ekki að vinna með honum, þeir treysti sér ekki til þess og hvað þeir geri verði að koma í ljós þegar og ef til þess komi. Í yfirlýsingunni felst að fréttamenn verði annaðhvort að segja upp störfum eða leggja niður störf verði málinu haldið til streitu en Jón Gunnar segir að menn muni ekki leggja niður störf. Hann hafi þá trú að fréttamenn vilji sinna sínu hlutverki og starfi gagnvart almenningi. Menn verði að sjá til hvað gerist ef til þessa komi en ekki sé útséð með það enn þá. Jón Gunnar segir að þau skot sem komið hafi frá útvarpsstjóra á fréttamenn séu að hans mati leiðinleg og alvarleg. Útvarpstjóri mæri einn umsækjanda, þann sem hann hafi valið, umfram aðra og geri lítið úr öðrum umsækjendum. Hann tali um aldraða starfsmenn, hvernig svo sem hann skilgreini öldrun í þessari starfsstétt. Í þeirri ítrekun á vantraust á Markús Örn sem útvarpsstjóra getur aðeins falist þrennt: að hann dragi ákvörðun sína til baka, víki sjálfur þar sem fréttamenn geti ekki unnið með manni sem þeir hafi vantraust á eða að fréttamenn segi upp störfum. Um þessar fullyrðingar segir Jón Gunnar að menn verði að túlka þær. Útvarpsstjóri segi að það þurfi ferska og nýja vinda inn í Ríkisútvarpið og væntanlega séu breytingar yfirvofandi með nýjum lögum um stofnunina. Félagsmenn í Félagi fréttamanna séu farnir að velta fyrir sér hvar þessara fersku og nýju vinda sé helst þörf. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Formaður Félags fréttamanna segir að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafi veist að starfsheiðri fréttamanna Ríkisútvarpsins í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Félag fréttamanna sendi frá sér harðorða ályktun í gærkvöld eftir félagsfund. Þar ítreka fréttamenn vantraust sitt á útvarpsstjóra og lýsa því jafnframt yfir að þeir muni ekki starfa með nýráðnum fréttastjóra, Auðuni Georg Ólafssyni. Fréttastofan hefur ítrekað reynt að ná tali af Auðuni en án árangurs og hann hefur heldur ekki svarað skilaboðum fréttastofu. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, sagði hins vegar í morgun að fréttamenn hafi alið þá von í brjósti að eftir fund hans og fulltrúa fréttastofu Útvarps með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra í gærmorgun myndi útvarpsstjóri hugleiða betur stöðu sína gagnvart ráðningunni. Markús Örn hafi valið að gera það ekki heldur hafi hann komið með mjög óvægnar yfirlýsingar í Kastljósþætti í sjónvarpinu í gærkvöldi þar sem hann hafi beinlínis veist að starfsmönnum á fréttastofunni og starfsheiðri þeirra. Sem fyrr segir er því lýst yfir í ályktun fréttamanna í gærkvöld að þeir ætli ekki að vinna með Auðuni Georg. Aðspurður hvað fréttamenn hyggist gera ef Auðun Georg haldi því til streitu að þiggja starfið og mæti til starfa segir Jón Gunnar að fréttamenn ætli ekki að vinna með honum, þeir treysti sér ekki til þess og hvað þeir geri verði að koma í ljós þegar og ef til þess komi. Í yfirlýsingunni felst að fréttamenn verði annaðhvort að segja upp störfum eða leggja niður störf verði málinu haldið til streitu en Jón Gunnar segir að menn muni ekki leggja niður störf. Hann hafi þá trú að fréttamenn vilji sinna sínu hlutverki og starfi gagnvart almenningi. Menn verði að sjá til hvað gerist ef til þessa komi en ekki sé útséð með það enn þá. Jón Gunnar segir að þau skot sem komið hafi frá útvarpsstjóra á fréttamenn séu að hans mati leiðinleg og alvarleg. Útvarpstjóri mæri einn umsækjanda, þann sem hann hafi valið, umfram aðra og geri lítið úr öðrum umsækjendum. Hann tali um aldraða starfsmenn, hvernig svo sem hann skilgreini öldrun í þessari starfsstétt. Í þeirri ítrekun á vantraust á Markús Örn sem útvarpsstjóra getur aðeins falist þrennt: að hann dragi ákvörðun sína til baka, víki sjálfur þar sem fréttamenn geti ekki unnið með manni sem þeir hafi vantraust á eða að fréttamenn segi upp störfum. Um þessar fullyrðingar segir Jón Gunnar að menn verði að túlka þær. Útvarpsstjóri segi að það þurfi ferska og nýja vinda inn í Ríkisútvarpið og væntanlega séu breytingar yfirvofandi með nýjum lögum um stofnunina. Félagsmenn í Félagi fréttamanna séu farnir að velta fyrir sér hvar þessara fersku og nýju vinda sé helst þörf.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira