Líkist Bankastræti á Menningarnótt 7. apríl 2005 00:01 „Bankastræti á Menningarnótt!“ Þannig lýsir Íslendingur andrúmsloftinu og mannmergðinni sem nú er í miðborg Rómar, vegna útfarar Jóhannesar Páls páfa annars á morgun. Róm virðist vera að springa utan af þeim hátt í fimm milljónum manna sem síðustu daga hafa bæst við þær þrjár milljónir sem búa í borginni. Yfirvöld hafa brugðið á það ráð að hvetja fólk til að halda sig fjarri miðborginni og fylgjast í staðinn með framvindu mála á risaskjám sem komið hefur verið upp úti um alla borgina. Íslenska sendinefndin sem verður við útförina á morgun lenti í Róm síðdegis. Steingrímur Ólafsson er í föruneyti Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann segir að hverfin í kringum Vatíkanið og miðborg Rómar líkist Bankastræti á Menningarnótt. Varla sé hægt að ganga þar um án þess að rekast í fólk sem sé komið alls staðar að úr heiminum. Hins vegar sé öllu rólegra í hverfunum í kring. Steingrímur segir enn fremur að fulltrúar annarra landa í jarðarförinni sem hann hafi rætt við geti ekki annað en dáðst að skipulagi Ítala og hefði einn þeirra sagt að goðsagan um það hversu óskipulagði Ítalir væru hefði endanlega verið kveðin niður. Jarðarförin á morgun verður að öllum líkindum sá viðburður í heimssögunni þar sem flest fyrirmenni hafa komið saman. Gríðarleg öryggisgæsla er vegna þessa. Steingrímur segir að þarna séu samankomnir kóngar og drottningar, prinsar, hertogar, forsetar og forsætisráðherrar í röðum og hver um sig hafi sína öryggisgæslu sem síðan þurfi að samræma við ítölsk yfirvöld. Steingrímur segir að ef tekið hefði verið upp myndband án hljóðs gæti einhver ályktað að það hefði verið gerð stjórnarbylting í ríki í Suður-Ameríku, slíkur sé fjöldi hermanna og lögregluþjóna á götunum. Reyndin sé hins vegar sú að þeir séu afskaplega vingjarnlegir og reyni að greiða götu allra. Ítalir virðist leggjast á eitt um að jarðarförin gangi sem allra best á morgun en það séu önnur saga hvað gerist á morgun. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
„Bankastræti á Menningarnótt!“ Þannig lýsir Íslendingur andrúmsloftinu og mannmergðinni sem nú er í miðborg Rómar, vegna útfarar Jóhannesar Páls páfa annars á morgun. Róm virðist vera að springa utan af þeim hátt í fimm milljónum manna sem síðustu daga hafa bæst við þær þrjár milljónir sem búa í borginni. Yfirvöld hafa brugðið á það ráð að hvetja fólk til að halda sig fjarri miðborginni og fylgjast í staðinn með framvindu mála á risaskjám sem komið hefur verið upp úti um alla borgina. Íslenska sendinefndin sem verður við útförina á morgun lenti í Róm síðdegis. Steingrímur Ólafsson er í föruneyti Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann segir að hverfin í kringum Vatíkanið og miðborg Rómar líkist Bankastræti á Menningarnótt. Varla sé hægt að ganga þar um án þess að rekast í fólk sem sé komið alls staðar að úr heiminum. Hins vegar sé öllu rólegra í hverfunum í kring. Steingrímur segir enn fremur að fulltrúar annarra landa í jarðarförinni sem hann hafi rætt við geti ekki annað en dáðst að skipulagi Ítala og hefði einn þeirra sagt að goðsagan um það hversu óskipulagði Ítalir væru hefði endanlega verið kveðin niður. Jarðarförin á morgun verður að öllum líkindum sá viðburður í heimssögunni þar sem flest fyrirmenni hafa komið saman. Gríðarleg öryggisgæsla er vegna þessa. Steingrímur segir að þarna séu samankomnir kóngar og drottningar, prinsar, hertogar, forsetar og forsætisráðherrar í röðum og hver um sig hafi sína öryggisgæslu sem síðan þurfi að samræma við ítölsk yfirvöld. Steingrímur segir að ef tekið hefði verið upp myndband án hljóðs gæti einhver ályktað að það hefði verið gerð stjórnarbylting í ríki í Suður-Ameríku, slíkur sé fjöldi hermanna og lögregluþjóna á götunum. Reyndin sé hins vegar sú að þeir séu afskaplega vingjarnlegir og reyni að greiða götu allra. Ítalir virðist leggjast á eitt um að jarðarförin gangi sem allra best á morgun en það séu önnur saga hvað gerist á morgun.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira