Börnum með átröskun fjölgar 14. mars 2005 00:01 Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þurfti að fást við tvöfalt til þrefalt fleiri tilfelli átröskunar í fyrra en næstu ár á undan. Nýjar beiðnir vegna sjúkdómsins hafa verið tíu til fimmtán á ári að meðaltali þar til á síðasta ári þegar þær voru þrjátíu talsins. Meðferð vegna átröskunar tekur mörg ár og stundum reynist hún árangurslaus, þannig að sjúkdómurinn leiðir viðkomandi með einum eða öðrum hætti til bana. Fjöldinn hefur verið nokkuð svipaður undanfarin ár á fullorðinsgeðdeildinni segir Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri geðsviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss. "Tölur á barna- og unglingageðdeild sýna einkum fjölgun milli 2003 og 2004," segir Eydís en bætir við. "Það ber að varast að oftúlka þær tölur þar sem þær sýna einungis breytingu milli tveggja ára en ekki á lengra tímabili. Eydís segir marga fá vægar átraskanir og þeir sæki ekki þjónustu á geðsviði. "Fólk fær þá þjónustu á heilsugæslustöðvum, á stofnunum sálfræðinga og annarra fagmanna úti í bæ. Jafnvel skoða sumir lífsstíl sinn sjálfir og sækja enga þjónustu. Hjá þeim sem sækja þjónustu á geðsviði er sjúkdómurinn kominn á alvarlegra stig." Spurð hversu mörgum slíkum sjúklingum geðsviðið gæti tekið á móti á hverjum tíma segir Eydís að fjármagn vanti til þess að hægt sé að sinna þeim einstaklingum sem leita til geðsviðsins eins og þarf. "Við sinnum öllum bráðakomum. Það sem þarf er að það starfsfólk sem hefur þjálfað sig og sérmenntað sig til að sinna þessum sjúklingahóp fái að gera það nær eingöngu," segir Eydís en bætir við að ef slíkt yrði gert nú myndi önnur þjónusta á geðsviði líða fyrir það. Að undanförnu hefur verið unnið að því að koma upp göngudeildarþjónustu fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Eydís sagði að það þyrfti 16 - 18 milljónir króna á ári til að koma upp viðunandi göngu - og dagdeildarþjónustu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þurfti að fást við tvöfalt til þrefalt fleiri tilfelli átröskunar í fyrra en næstu ár á undan. Nýjar beiðnir vegna sjúkdómsins hafa verið tíu til fimmtán á ári að meðaltali þar til á síðasta ári þegar þær voru þrjátíu talsins. Meðferð vegna átröskunar tekur mörg ár og stundum reynist hún árangurslaus, þannig að sjúkdómurinn leiðir viðkomandi með einum eða öðrum hætti til bana. Fjöldinn hefur verið nokkuð svipaður undanfarin ár á fullorðinsgeðdeildinni segir Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri geðsviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss. "Tölur á barna- og unglingageðdeild sýna einkum fjölgun milli 2003 og 2004," segir Eydís en bætir við. "Það ber að varast að oftúlka þær tölur þar sem þær sýna einungis breytingu milli tveggja ára en ekki á lengra tímabili. Eydís segir marga fá vægar átraskanir og þeir sæki ekki þjónustu á geðsviði. "Fólk fær þá þjónustu á heilsugæslustöðvum, á stofnunum sálfræðinga og annarra fagmanna úti í bæ. Jafnvel skoða sumir lífsstíl sinn sjálfir og sækja enga þjónustu. Hjá þeim sem sækja þjónustu á geðsviði er sjúkdómurinn kominn á alvarlegra stig." Spurð hversu mörgum slíkum sjúklingum geðsviðið gæti tekið á móti á hverjum tíma segir Eydís að fjármagn vanti til þess að hægt sé að sinna þeim einstaklingum sem leita til geðsviðsins eins og þarf. "Við sinnum öllum bráðakomum. Það sem þarf er að það starfsfólk sem hefur þjálfað sig og sérmenntað sig til að sinna þessum sjúklingahóp fái að gera það nær eingöngu," segir Eydís en bætir við að ef slíkt yrði gert nú myndi önnur þjónusta á geðsviði líða fyrir það. Að undanförnu hefur verið unnið að því að koma upp göngudeildarþjónustu fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Eydís sagði að það þyrfti 16 - 18 milljónir króna á ári til að koma upp viðunandi göngu - og dagdeildarþjónustu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira