Miklar framkvæmdir í Vatnsmýrinni 23. apríl 2005 00:01 Framkvæmdir verða alls ráðandi í Vatnsmýrinni næstu árin, ekki síst á lóðinni sem Háskólinn í Reykjavík hefur fengið. Reiknað er með að þar hefjist byggingaframkvæmdir á næsta ári en þeim fylgir jafnframt mikil gatnagerð. Miklar breytingar eru í vændum á Vatnsmýrinni eftir að Háskólinn í Reykjavík þáði lóð sem Reykjavíkurborg bauð skólanum undir nýjar byggingar og starfsemi skólans. Aðspurður hvaða breytingum borgarbúar megi eiga von á segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, að ekki verði hruflað við neinu í Öskjuhlíðinni. Við Nauthólsvíkina fær útivistar- og afþreygingarsvæðið aukið rýim til að þróast en það verður tengt hinu nýja háskólasvæði með göngustíg sem opnast út frá ákveðnu háskólatorgi. Út frá því er svo vonast til að byggist upp kjarni rannsóknastofnana, hátæknifyrirtækja og skyldrar starfsemi. Þó þyrping bygginganna verði þéttust næst Nauthólsvíkinni munu stúdentagarðar og þjónusta vera á móts við Hótel Loftleiðir og fyrir aftan íþróttasvæði Vals við Hlíðarenda. En hvað með samgöngur? Dagur segir að í nánustu framtíð muni hin nýja Hringbraut tengjast samgöngumiðstöðinni með svokölluðum „Hlíðarfæti“. Svo sjá menn fyrir sér göng í gegnum Öskjuhlíðina þannig að strandlengjan verði ekki eyðilögð með tengingu við Kringlumýrarbraut, sem Dagur segir mjög mikilvæga tengingu. Vegurinn sem liggur niður að Öskjuhlíð verður einnig færður svo háskólasvæðið geti verið samhangandi. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Háskólann í Reykjavík í pistli á heimasíðu sinni í dag og segir óskiljanlegt að skólinn telji sér til framdráttar að dragast inn í þær deilur, sem séu óhjákvæmilegar vegna allra framkvæmda í og við Nauthólsvíkina. „Ef umhverfissinnar, sem berjist gegn framkvæmdum við Kárahnjúka eða lagningu vegar yfir Stórasand, samþykki að þetta friðland Reykvíkinga í Vatnsmýrinni, milli Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar, sé eyðilagt á þennan hátt, „... gef ég minna en áður fyrir umhyggju þeirra fyrir náttúrunni,“ segir Björn í pistlinum. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Framkvæmdir verða alls ráðandi í Vatnsmýrinni næstu árin, ekki síst á lóðinni sem Háskólinn í Reykjavík hefur fengið. Reiknað er með að þar hefjist byggingaframkvæmdir á næsta ári en þeim fylgir jafnframt mikil gatnagerð. Miklar breytingar eru í vændum á Vatnsmýrinni eftir að Háskólinn í Reykjavík þáði lóð sem Reykjavíkurborg bauð skólanum undir nýjar byggingar og starfsemi skólans. Aðspurður hvaða breytingum borgarbúar megi eiga von á segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, að ekki verði hruflað við neinu í Öskjuhlíðinni. Við Nauthólsvíkina fær útivistar- og afþreygingarsvæðið aukið rýim til að þróast en það verður tengt hinu nýja háskólasvæði með göngustíg sem opnast út frá ákveðnu háskólatorgi. Út frá því er svo vonast til að byggist upp kjarni rannsóknastofnana, hátæknifyrirtækja og skyldrar starfsemi. Þó þyrping bygginganna verði þéttust næst Nauthólsvíkinni munu stúdentagarðar og þjónusta vera á móts við Hótel Loftleiðir og fyrir aftan íþróttasvæði Vals við Hlíðarenda. En hvað með samgöngur? Dagur segir að í nánustu framtíð muni hin nýja Hringbraut tengjast samgöngumiðstöðinni með svokölluðum „Hlíðarfæti“. Svo sjá menn fyrir sér göng í gegnum Öskjuhlíðina þannig að strandlengjan verði ekki eyðilögð með tengingu við Kringlumýrarbraut, sem Dagur segir mjög mikilvæga tengingu. Vegurinn sem liggur niður að Öskjuhlíð verður einnig færður svo háskólasvæðið geti verið samhangandi. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Háskólann í Reykjavík í pistli á heimasíðu sinni í dag og segir óskiljanlegt að skólinn telji sér til framdráttar að dragast inn í þær deilur, sem séu óhjákvæmilegar vegna allra framkvæmda í og við Nauthólsvíkina. „Ef umhverfissinnar, sem berjist gegn framkvæmdum við Kárahnjúka eða lagningu vegar yfir Stórasand, samþykki að þetta friðland Reykvíkinga í Vatnsmýrinni, milli Nauthólsvíkur og Öskjuhlíðar, sé eyðilagt á þennan hátt, „... gef ég minna en áður fyrir umhyggju þeirra fyrir náttúrunni,“ segir Björn í pistlinum.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira