Hagnaðist ekki persónulega 16. ágúst 2005 00:01 Ákærðu í Baugsmálinu lýsa sig saklausa af þeim tölulið ákærunnar sem snýr að kaupum Jóns Ásgeirs Jónssonar, þáverandi forstjóra Baugs, á Vöruveltunni hf. sem meðal annars rak verslanakeðjuna 10-11. Í ákærunni gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs er Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrum forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssyni, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og blekkt stjórn Baugs með vitund Jóhannesar Jónssonar til að kaupa Vöruveltuna. Keyptu 10-11 á milljarð Jón Ásgeir gerði samning um kaup á öllu hlutafé í Vöruveltunni samkvæmt fimmta tölulið ákærunnar með bindandi samningi 7. október 1998 og var kaupverðið einn milljarður eitt hundrað og fimmtíu milljónir króna. Auk þess skyldu greiddar hundrað milljónir samkvæmt sérstakri viðbótargreiðslu til seljenda samkvæmt samningi dagsettum 5. júní 1999. Á stjórnarfundi Baugs hinn 20. maí 1999 var Jóni Ásgeiri hins vegar heimilað að ganga til samninga vegna kaupa á sjötíu prósentum hlutafjár í Vöruveltunni og teljast hann og aðrir ákærðu samkvæmt ákærunni hafa leynt stjórninni að Jón Ásgeir hafi sjálfur verið umráðandi sjötíu prósenta hlutafjár og hafi verið raunverulegur eigandi fyrirtækisins. Baugur eignaðist sjötíu prósent í Vöruveltunni og greiddi fyrir einn milljarð og þrjátíu og sjö milljónir króna. Sölutrygging fyrir eigendur Í athugasemdum sakborninga er því hafnað að nokkuð ólöglegt hafi verið við viðskipti Jóns Ásgeirs enda hafi hann gert samning við seljendur Vöruveltunnar sem umboðsmaður kaupenda. Samkvæmt samningi skyldi kaupandi tilgreindur innan þrjátíu daga og hafi samningurinn falið í sér sölutryggingu fyrir eigendur Vöruveltunnar. Íslandsbanki og aðrir aðilar sem voru eigendur sjötíu prósenta hlutafjárins hafi síðan komið að málinu en ekki Jón Ásgeir. Segir að viðskiptin hafi verið gerð með vitund og samþykki hluthafa Baugs sem hafi ekki verið skráð á hlutabréfamarkað þegar viðskiptin áttu sér stað. Enginn auðgunarásetningur hafi verið til staðar og fyrir liggi að Jón Ásgeir hafi ekkert hagnast á viðskiptunum. Baugur hafi hins vegar hagnast um þrjá og hálfan til fjóra milljarða á viðskiptunum. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Ákærðu í Baugsmálinu lýsa sig saklausa af þeim tölulið ákærunnar sem snýr að kaupum Jóns Ásgeirs Jónssonar, þáverandi forstjóra Baugs, á Vöruveltunni hf. sem meðal annars rak verslanakeðjuna 10-11. Í ákærunni gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs er Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrum forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssyni, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og blekkt stjórn Baugs með vitund Jóhannesar Jónssonar til að kaupa Vöruveltuna. Keyptu 10-11 á milljarð Jón Ásgeir gerði samning um kaup á öllu hlutafé í Vöruveltunni samkvæmt fimmta tölulið ákærunnar með bindandi samningi 7. október 1998 og var kaupverðið einn milljarður eitt hundrað og fimmtíu milljónir króna. Auk þess skyldu greiddar hundrað milljónir samkvæmt sérstakri viðbótargreiðslu til seljenda samkvæmt samningi dagsettum 5. júní 1999. Á stjórnarfundi Baugs hinn 20. maí 1999 var Jóni Ásgeiri hins vegar heimilað að ganga til samninga vegna kaupa á sjötíu prósentum hlutafjár í Vöruveltunni og teljast hann og aðrir ákærðu samkvæmt ákærunni hafa leynt stjórninni að Jón Ásgeir hafi sjálfur verið umráðandi sjötíu prósenta hlutafjár og hafi verið raunverulegur eigandi fyrirtækisins. Baugur eignaðist sjötíu prósent í Vöruveltunni og greiddi fyrir einn milljarð og þrjátíu og sjö milljónir króna. Sölutrygging fyrir eigendur Í athugasemdum sakborninga er því hafnað að nokkuð ólöglegt hafi verið við viðskipti Jóns Ásgeirs enda hafi hann gert samning við seljendur Vöruveltunnar sem umboðsmaður kaupenda. Samkvæmt samningi skyldi kaupandi tilgreindur innan þrjátíu daga og hafi samningurinn falið í sér sölutryggingu fyrir eigendur Vöruveltunnar. Íslandsbanki og aðrir aðilar sem voru eigendur sjötíu prósenta hlutafjárins hafi síðan komið að málinu en ekki Jón Ásgeir. Segir að viðskiptin hafi verið gerð með vitund og samþykki hluthafa Baugs sem hafi ekki verið skráð á hlutabréfamarkað þegar viðskiptin áttu sér stað. Enginn auðgunarásetningur hafi verið til staðar og fyrir liggi að Jón Ásgeir hafi ekkert hagnast á viðskiptunum. Baugur hafi hins vegar hagnast um þrjá og hálfan til fjóra milljarða á viðskiptunum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira