Hafði tilkynningaskyldu ytra 2. júlí 2005 00:01 Rekstrarhagnaður þýska bankans Hauck & Aufhäuser nam um 2,4 milljörðum íslenskra króna árið 2004 samkvæmt ársreikningi bankans. Söluhagnaður bankans af bréfunum í Búnaðarbanka árið 2004 var hins vegar um 1,85 milljarður króna sem bóka á sem hagnað samkvæmt reikningsskilavenjum bankans. Hagnaður bankans mun því að meira en tveimur þriðju hlutum byggður á fjárfestingu hans í Búnaðarbankanum. Þýski bankinn hefur ekki fengist til að staðfesta hvort sú fjárfesting hafi verið hans eigin eða eða hvort hann hafi keypt bréfin fyrir hönd annarra aðila eins og hann hefur verið ásakaður um. Alþekkt er að fjármálafyrirtæki hafi safnreikninga fyrir viðskiptavini sína. Þannig kemur bankinn fram sem hluthafi fyrir hönd viðskiptavinarins og er skráður hluthafi en ekki hinn raunverulegi eigandi. Slíkt telst fyllilega eðlilegt en engu síður hefur hinnraunverulegi eigandi upplýsingaskyldu gagnvart viðkomandi yfirvöldum, svo sem fjármálaeftirliti eða kauphöllum. Þýska bankanum bar skylda til að tilkynna þýska fjármálaeftirlitinu um kaup sín samkvæmt þýskum bankalögum, þar sem viðskipti með Búnaðarbankann áttu sér stað innan Evrópska Efnahagssvæðisins og eign Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum var meiri en 10 prósent. Þetta sagði starfsmaður þýska fjármálaeftirlitisins þegar Fréttablaðið leitaði eftir upplýsingum þar um tilkynningarskyldu bankans. Þýska fjármálaeftirlitið vill ekki gefa uppi hvort bankinn hafi gert slíkt enda tjái það sig ekki um mál einstakra banka. Eftirlitið staðfesti þó að þýski bankinn hafi ekki haft þessa upplýsingaskyldu ef hann hefði keypt hlutinn í annars nafni því þá hefði sá aðili verið tilkynningarskyldur. Forsvarsmenn Eglu hafa tjáð Fréttablaðinu að eignarhlutur þýska bankans í Búnaðarbanka hafi verið færður í veltureikning þýska bankans. Sá reikningur er skráður í ársreikningi 2003 að upphæð um 13 milljarða íslenskra króna. Kaup bankans í Búnaðarbankanum sama ár voru að fjárhæð 3,7 milljarðar króna. Samkvæmt því er rúmlega fjórðungur af veltureikningi bankans viðskipti með bréf í Búnaðarbanka. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Sjá meira
Rekstrarhagnaður þýska bankans Hauck & Aufhäuser nam um 2,4 milljörðum íslenskra króna árið 2004 samkvæmt ársreikningi bankans. Söluhagnaður bankans af bréfunum í Búnaðarbanka árið 2004 var hins vegar um 1,85 milljarður króna sem bóka á sem hagnað samkvæmt reikningsskilavenjum bankans. Hagnaður bankans mun því að meira en tveimur þriðju hlutum byggður á fjárfestingu hans í Búnaðarbankanum. Þýski bankinn hefur ekki fengist til að staðfesta hvort sú fjárfesting hafi verið hans eigin eða eða hvort hann hafi keypt bréfin fyrir hönd annarra aðila eins og hann hefur verið ásakaður um. Alþekkt er að fjármálafyrirtæki hafi safnreikninga fyrir viðskiptavini sína. Þannig kemur bankinn fram sem hluthafi fyrir hönd viðskiptavinarins og er skráður hluthafi en ekki hinn raunverulegi eigandi. Slíkt telst fyllilega eðlilegt en engu síður hefur hinnraunverulegi eigandi upplýsingaskyldu gagnvart viðkomandi yfirvöldum, svo sem fjármálaeftirliti eða kauphöllum. Þýska bankanum bar skylda til að tilkynna þýska fjármálaeftirlitinu um kaup sín samkvæmt þýskum bankalögum, þar sem viðskipti með Búnaðarbankann áttu sér stað innan Evrópska Efnahagssvæðisins og eign Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum var meiri en 10 prósent. Þetta sagði starfsmaður þýska fjármálaeftirlitisins þegar Fréttablaðið leitaði eftir upplýsingum þar um tilkynningarskyldu bankans. Þýska fjármálaeftirlitið vill ekki gefa uppi hvort bankinn hafi gert slíkt enda tjái það sig ekki um mál einstakra banka. Eftirlitið staðfesti þó að þýski bankinn hafi ekki haft þessa upplýsingaskyldu ef hann hefði keypt hlutinn í annars nafni því þá hefði sá aðili verið tilkynningarskyldur. Forsvarsmenn Eglu hafa tjáð Fréttablaðinu að eignarhlutur þýska bankans í Búnaðarbanka hafi verið færður í veltureikning þýska bankans. Sá reikningur er skráður í ársreikningi 2003 að upphæð um 13 milljarða íslenskra króna. Kaup bankans í Búnaðarbankanum sama ár voru að fjárhæð 3,7 milljarðar króna. Samkvæmt því er rúmlega fjórðungur af veltureikningi bankans viðskipti með bréf í Búnaðarbanka.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent