Eyddu fingraförum Morgunblaðsins 23. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir að Jón Gerald Sullenberger hafi verið mjög hikandi við að leita eftir aðstoð Jóns Steinars Gunnlaugssonar, nú hæstaréttardómara, við undirbúning að kæru á hendur forsvarsmönnum Baugs. Í tölvupósti milli Styrmis og Jónínu Benediktsdóttur kemur fram að Jónína hafi ítrekað hvatt Jón Gerald til þess að fara að ráðum Styrmis og setja sig í samband við Jón Steinar. Styrmir leggur það til strax í maí 2002 að Jón Gerald leiti til Jóns Steinars. Enn í júlí er Jón Gerald mjög óviss um hvort hann vilji fara að ráðum Styrmis og Jónínu. Hinn 8. maí skrifar Jónína í tölvupósti til Styrmis: "Hann er svo illur út í feðgana að hann langar mest til að kála þeim. [...] Það þarf einhvern veginn að tala við drenginn og róa hann þannig að honum finnist hann ekki vera sekur. Styrmir, heldur þú að Davíð væri til í að hringja í hann. Það held ég að virki langbest." Hinn 20. maí segir Jónína í tölvupósti til Styrmis: "Hann er að brotna drengurinn." Styrmir neitar því aðspurður að hann hafi haft bein samskipti við Davíð Oddsson um þetta mál. Jónína sleit samtali við Fréttablaðið áður en hægt var að spyrja hana hvort hún hafi átt við Davíð Oddsson í þessu samhengi. Þegar Styrmir er beðinn um að útskýra aðkomu sína að þessu máli segist hann hafa fengið mikið af gögnum og upplýsingum um málið veturinn og vorið 2002 sem hann taldi ekki eiga erindi á síður Morgunblaðsins. Hann hafi hins vegar bent Jóni Geraldi á að leita til Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þáverandi hæstaréttalögmanns. Meðal þeirra gagna sem Fréttablaðið hefur er bréf á ensku sem er þýtt af einum blaðamanna Morgunblaðsins fyrir Jón Gerald að beiðni Styrmis. Í tölvupósti til Jónínu segir ritstjórinn: "Má ég biðja þig að eyða fingraförum Morgunblaðsins af þessu skjali og senda það síðan til Jóns Geralds? Ég kann það ekki eins og þú veizt." Styrmir segir ástæðu þessa vera þá að Jón Gerald hafi borið sig illa og ekki haft efni á þýðingu þar sem forsvarsmenn Baugs hafi farið svo illa með hann. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir að Jón Gerald Sullenberger hafi verið mjög hikandi við að leita eftir aðstoð Jóns Steinars Gunnlaugssonar, nú hæstaréttardómara, við undirbúning að kæru á hendur forsvarsmönnum Baugs. Í tölvupósti milli Styrmis og Jónínu Benediktsdóttur kemur fram að Jónína hafi ítrekað hvatt Jón Gerald til þess að fara að ráðum Styrmis og setja sig í samband við Jón Steinar. Styrmir leggur það til strax í maí 2002 að Jón Gerald leiti til Jóns Steinars. Enn í júlí er Jón Gerald mjög óviss um hvort hann vilji fara að ráðum Styrmis og Jónínu. Hinn 8. maí skrifar Jónína í tölvupósti til Styrmis: "Hann er svo illur út í feðgana að hann langar mest til að kála þeim. [...] Það þarf einhvern veginn að tala við drenginn og róa hann þannig að honum finnist hann ekki vera sekur. Styrmir, heldur þú að Davíð væri til í að hringja í hann. Það held ég að virki langbest." Hinn 20. maí segir Jónína í tölvupósti til Styrmis: "Hann er að brotna drengurinn." Styrmir neitar því aðspurður að hann hafi haft bein samskipti við Davíð Oddsson um þetta mál. Jónína sleit samtali við Fréttablaðið áður en hægt var að spyrja hana hvort hún hafi átt við Davíð Oddsson í þessu samhengi. Þegar Styrmir er beðinn um að útskýra aðkomu sína að þessu máli segist hann hafa fengið mikið af gögnum og upplýsingum um málið veturinn og vorið 2002 sem hann taldi ekki eiga erindi á síður Morgunblaðsins. Hann hafi hins vegar bent Jóni Geraldi á að leita til Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þáverandi hæstaréttalögmanns. Meðal þeirra gagna sem Fréttablaðið hefur er bréf á ensku sem er þýtt af einum blaðamanna Morgunblaðsins fyrir Jón Gerald að beiðni Styrmis. Í tölvupósti til Jónínu segir ritstjórinn: "Má ég biðja þig að eyða fingraförum Morgunblaðsins af þessu skjali og senda það síðan til Jóns Geralds? Ég kann það ekki eins og þú veizt." Styrmir segir ástæðu þessa vera þá að Jón Gerald hafi borið sig illa og ekki haft efni á þýðingu þar sem forsvarsmenn Baugs hafi farið svo illa með hann.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira