R-listi: Viðræðum haldið áfram 11. júlí 2005 00:01 Flokkarnir þrír sem standa að R-listanum ákváðu rétt fyrir klukkan sex að halda áfram viðræðum um samstarf. Fyrr í dag hótuðu framsóknarmenn í samninganefnd fyrir R-listann að hætta samstarfinu ef Samfylkingin kæmi ekki með nýtt útspil á fundi flokkanna sem haldinn var síðdegis. Fulltrúar flokkanna segja að ákveðinn vendipunktur hafi orðið sem felist í nánari útfærslu og frekara vinnuferli. Þó orðalagið sé frekar loðið hefur augljóslega eitthvað gerst á fundinum því fyrr í dag var allt annað hljóð í strokknum. Menn í samninganefnd Framsóknarflokksins sögðust þá í samtali við fréttastofu dag tilbúnir að útiloka áframhald á R-lista samstarfinu ef ekki kæmi fram eitthvað nýtt frá Samfylkingunni á fundinum. Framsóknarflokkurinn hafi lagt fram tvær tillögur sem Vinstri grænir væru tilbúnir að samþykkja, en Samfylkingin gæti hvorki sagt af eða á. Framsóknarmenn segja þessar tillögur hafa legið uppi á borðum svo vikum skipti og verið ræddar á fjölmörgum fundum en viðbrögð samfylkingarmanna hafi alltaf verið á þá leið að ekki væri tímabært að ákveða fjölda borgarfulltrúa ennþá. Undir þessa gagnrýni taka menn úr herbúðum Vinstri grænna sem sögðust tilbúnir að ganga að tillögum Framsóknarflokkins, að því gefnu að sátt næðst um málefnin. Í samninganefnd Samfylkingarinnar segja menn hugmyndir Framsóknarflokksins rétt nýkomnar fram og því óeðlilegt að þeim verði svarað afdráttarlaust strax. Gengið yrði til fundarins á þeim forsendum að ekki yrði þar um neina afarkosti að ræða. Það væri augljóst að Framsóknarflokkurinn væri að reyna að etja Vinstri grænum og Samfylkingunni saman með því að leggja til að flokkarnir fengju nokkurn vegin jafnan hlut, þrátt fyrir að annar væri augljóslega stærri. Með því að stilla málinu þannig upp yrði ágreiningurinn um skiptingu borgarfulltrúa á milli þessara tveggja flokka, en gengið út frá því sem gefnu að enginn ágreiningur ríkti um hlut Framsóknarflokksins. Það væri fráleitt, enda ætti flokkurinn ekki fyrir nema einum borgarfulltrúa miðað við fylgið í höfuðborginni upp á síðkastið. Á fundinum virðast þessi ágreiningsatriði hins vegar hafa verið lögð á hilluna, a.m.k. í bili, og nú munu fulltrúar í viðræðunefndinni skipta með sér verkum og vænta þess að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira
Flokkarnir þrír sem standa að R-listanum ákváðu rétt fyrir klukkan sex að halda áfram viðræðum um samstarf. Fyrr í dag hótuðu framsóknarmenn í samninganefnd fyrir R-listann að hætta samstarfinu ef Samfylkingin kæmi ekki með nýtt útspil á fundi flokkanna sem haldinn var síðdegis. Fulltrúar flokkanna segja að ákveðinn vendipunktur hafi orðið sem felist í nánari útfærslu og frekara vinnuferli. Þó orðalagið sé frekar loðið hefur augljóslega eitthvað gerst á fundinum því fyrr í dag var allt annað hljóð í strokknum. Menn í samninganefnd Framsóknarflokksins sögðust þá í samtali við fréttastofu dag tilbúnir að útiloka áframhald á R-lista samstarfinu ef ekki kæmi fram eitthvað nýtt frá Samfylkingunni á fundinum. Framsóknarflokkurinn hafi lagt fram tvær tillögur sem Vinstri grænir væru tilbúnir að samþykkja, en Samfylkingin gæti hvorki sagt af eða á. Framsóknarmenn segja þessar tillögur hafa legið uppi á borðum svo vikum skipti og verið ræddar á fjölmörgum fundum en viðbrögð samfylkingarmanna hafi alltaf verið á þá leið að ekki væri tímabært að ákveða fjölda borgarfulltrúa ennþá. Undir þessa gagnrýni taka menn úr herbúðum Vinstri grænna sem sögðust tilbúnir að ganga að tillögum Framsóknarflokkins, að því gefnu að sátt næðst um málefnin. Í samninganefnd Samfylkingarinnar segja menn hugmyndir Framsóknarflokksins rétt nýkomnar fram og því óeðlilegt að þeim verði svarað afdráttarlaust strax. Gengið yrði til fundarins á þeim forsendum að ekki yrði þar um neina afarkosti að ræða. Það væri augljóst að Framsóknarflokkurinn væri að reyna að etja Vinstri grænum og Samfylkingunni saman með því að leggja til að flokkarnir fengju nokkurn vegin jafnan hlut, þrátt fyrir að annar væri augljóslega stærri. Með því að stilla málinu þannig upp yrði ágreiningurinn um skiptingu borgarfulltrúa á milli þessara tveggja flokka, en gengið út frá því sem gefnu að enginn ágreiningur ríkti um hlut Framsóknarflokksins. Það væri fráleitt, enda ætti flokkurinn ekki fyrir nema einum borgarfulltrúa miðað við fylgið í höfuðborginni upp á síðkastið. Á fundinum virðast þessi ágreiningsatriði hins vegar hafa verið lögð á hilluna, a.m.k. í bili, og nú munu fulltrúar í viðræðunefndinni skipta með sér verkum og vænta þess að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Sjá meira