Stýrðu sölu bankanna 27. maí 2005 00:01 Selja átti allan eftirstandandi hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum til almennings haustið 2002 og var framkvæmdanefnd um einkavæðingu langt komin með undirbúninginn. Samkvæmt vilja Davíðs Oddssonar átti að tryggja dreifða eignaraðild með því að hámarka kaup hvers og eins við þrjú til fjögur prósent. Þetta, ásamt ýmsu öðru, kom fram í viðtölum við fjölda viðmælenda Fréttablaðsins við vinnslu á greinaflokki um einkavæðingu ríkisbankanna sem hefur göngu sína í dag. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson kipptu einkavæðingaferlinu úr höndunum á framkvæmdanefnd eftir að Björgólfur Guðmundsson hringdi í Davíð og lýsti vilja til að kaupa annan hvorn bankann. Davíð og Halldór fyrirskipuðu nefndinni að undirbúa sölu beggja bankanna, til eins fjárfestis hvorn banka. Átök voru milli Davíðs og Halldórs um sölu bankanna sem náði hámarki í baráttunni um yfirráðin í VÍS, og var stjórnarsamstarfið í uppnámi um tíma vegna hennar. Davíð og Halldór áttu beinan þátt í að stýra bönkunum í hendur "réttra" aðila. Samson fékk að kaupa Landsbankann vegna vilja Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að hafa verið með lægsta tilboðið í bankann, og S-hópurinn fékk að kaupa Búnaðarbankann og VÍS fyrir tilstuðlan Framsóknarflokksins. Öllum þeim sem komu að einkavæðingarferlinu, hvorum megin við borðið sem þeir sátu, var frá upphafi ljóst að ætlun ráðherranna væri sú að Samson fengi að kaupa Landsbankann. Ráðherrar Framsóknarflokksins, þau Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir, gerðu ítarlegar tilraunir til þess að fá Kaldbak og S-hópinn til að sameinast um kaupin á Búnaðarbankanum. Halldór Ásgrímsson skipulagði símafund milli Kaldbaksmanna og fulltrúa S-hópsins í því skyni að reyna að koma á samvinnu þeirra á milli. Hann var sjálfur þátttakandi á fundinum. Fréttablaðið sendi fjölda beiðna til framkvæmdanefndar og viðskiptaráðuneytinu um upplýsingar um sölu bankanna og fékk synjun við þeim öllum. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Selja átti allan eftirstandandi hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum til almennings haustið 2002 og var framkvæmdanefnd um einkavæðingu langt komin með undirbúninginn. Samkvæmt vilja Davíðs Oddssonar átti að tryggja dreifða eignaraðild með því að hámarka kaup hvers og eins við þrjú til fjögur prósent. Þetta, ásamt ýmsu öðru, kom fram í viðtölum við fjölda viðmælenda Fréttablaðsins við vinnslu á greinaflokki um einkavæðingu ríkisbankanna sem hefur göngu sína í dag. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson kipptu einkavæðingaferlinu úr höndunum á framkvæmdanefnd eftir að Björgólfur Guðmundsson hringdi í Davíð og lýsti vilja til að kaupa annan hvorn bankann. Davíð og Halldór fyrirskipuðu nefndinni að undirbúa sölu beggja bankanna, til eins fjárfestis hvorn banka. Átök voru milli Davíðs og Halldórs um sölu bankanna sem náði hámarki í baráttunni um yfirráðin í VÍS, og var stjórnarsamstarfið í uppnámi um tíma vegna hennar. Davíð og Halldór áttu beinan þátt í að stýra bönkunum í hendur "réttra" aðila. Samson fékk að kaupa Landsbankann vegna vilja Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að hafa verið með lægsta tilboðið í bankann, og S-hópurinn fékk að kaupa Búnaðarbankann og VÍS fyrir tilstuðlan Framsóknarflokksins. Öllum þeim sem komu að einkavæðingarferlinu, hvorum megin við borðið sem þeir sátu, var frá upphafi ljóst að ætlun ráðherranna væri sú að Samson fengi að kaupa Landsbankann. Ráðherrar Framsóknarflokksins, þau Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir, gerðu ítarlegar tilraunir til þess að fá Kaldbak og S-hópinn til að sameinast um kaupin á Búnaðarbankanum. Halldór Ásgrímsson skipulagði símafund milli Kaldbaksmanna og fulltrúa S-hópsins í því skyni að reyna að koma á samvinnu þeirra á milli. Hann var sjálfur þátttakandi á fundinum. Fréttablaðið sendi fjölda beiðna til framkvæmdanefndar og viðskiptaráðuneytinu um upplýsingar um sölu bankanna og fékk synjun við þeim öllum.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira