Vill hækkun á tekjumörkum öryrkja 4. maí 2005 00:01 Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, segist telja skynsamlegt að hækka þau tekjumörk sem öryrkjar mega hafa án þess að örorkubæturnar skerðist. Tekjutryggingaraukanum er þannig háttað nú að hann skerðist frá fyrstu krónu sem viðkomandi fær í tekjur. "Við komumst ekkert í gegnum almannatryggingar án þess að hafa tekjutengingar," sagði Karl Steinar. "Sprengjan sem varð með örorkudómunum snérist mikið um það að skerðingarmörkin voru alltof lág. Ég hygg að það sé skynsamlegt að hækka þau, en hef ekki myndað mér skoðun á hversu mikil sú hækkun ætti að vera." Karl Steinar sagði að þegar rætt væri um mikla fjölgun öryrkja nú mætti halda því til haga að Tryggingastofnun hefðu vakið athygli á þeirri þróun í apríl á síðasta ári með skýrslu sinni. Hins vegar væru það rangfærslur að öryrkjar væru hlutfallslega fleiri hér heldur en á hinum Norðurlöndunum "Eigi að síður gefur þróunin hér ástæður til að athuga málin í heild og hafa uppi úrræði sem duga til þess að forða fólki frá örorku," sagði Karl Steinar. "Þar er starfsendurhæfing mikilvæg. Við tölum fyrir því að reynt verði að hafa áhrif á þessa þróun með aukinni slíka endurhæfingu. Langvarandi atvinnuleysi er heilsuspillandi. Það er nokkuð sem menn verða að átta sig á." "Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að hvetja þurfi menn, en ekki letja, til að fara út á vinnumarkaðinn,"sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. " Ef þetta hlutfall er með þeim hætti að það letur menn til að taka þátt í samfélaginu þá er það eitt af þeim atriðum sem kæmu til skoðunar." Ráðherra kvaðst ekki geta sagt neitt um ákvarðanir í þessum efnum. Hann kvaðst ekki geta breytt þessum mörkum með einu pennastriki. Það yrði að gerast í tengslum við fjárlög og lagabreyting þyrfti að koma til. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, segist telja skynsamlegt að hækka þau tekjumörk sem öryrkjar mega hafa án þess að örorkubæturnar skerðist. Tekjutryggingaraukanum er þannig háttað nú að hann skerðist frá fyrstu krónu sem viðkomandi fær í tekjur. "Við komumst ekkert í gegnum almannatryggingar án þess að hafa tekjutengingar," sagði Karl Steinar. "Sprengjan sem varð með örorkudómunum snérist mikið um það að skerðingarmörkin voru alltof lág. Ég hygg að það sé skynsamlegt að hækka þau, en hef ekki myndað mér skoðun á hversu mikil sú hækkun ætti að vera." Karl Steinar sagði að þegar rætt væri um mikla fjölgun öryrkja nú mætti halda því til haga að Tryggingastofnun hefðu vakið athygli á þeirri þróun í apríl á síðasta ári með skýrslu sinni. Hins vegar væru það rangfærslur að öryrkjar væru hlutfallslega fleiri hér heldur en á hinum Norðurlöndunum "Eigi að síður gefur þróunin hér ástæður til að athuga málin í heild og hafa uppi úrræði sem duga til þess að forða fólki frá örorku," sagði Karl Steinar. "Þar er starfsendurhæfing mikilvæg. Við tölum fyrir því að reynt verði að hafa áhrif á þessa þróun með aukinni slíka endurhæfingu. Langvarandi atvinnuleysi er heilsuspillandi. Það er nokkuð sem menn verða að átta sig á." "Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að hvetja þurfi menn, en ekki letja, til að fara út á vinnumarkaðinn,"sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. " Ef þetta hlutfall er með þeim hætti að það letur menn til að taka þátt í samfélaginu þá er það eitt af þeim atriðum sem kæmu til skoðunar." Ráðherra kvaðst ekki geta sagt neitt um ákvarðanir í þessum efnum. Hann kvaðst ekki geta breytt þessum mörkum með einu pennastriki. Það yrði að gerast í tengslum við fjárlög og lagabreyting þyrfti að koma til.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira