Jón Gerald hafnaði viðtali 25. september 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger var enn í viðskiptum við Baug þegar afskipti Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þá hæstaréttarlögmanns, af Baugsmálinu hófust. Tölvupóstar sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að Jónína Benediktsdóttir og Styrmir voru í maí 2002 farin að ráðleggja Jóni Gerald að þiggja aðstoð Jóns Steinars. Samkvæmt þeim átti fyrsta samtal Jóns Steinars og Jóns Geralds sér stað 28. maí. Aðspurður segist Jón Gerald hafa enn verið í viðskiptum við Baug í maí og þeim hafi ekki lokið fyrr en í júní. "Ég var enn að selja þeim vörur í maí. Það slitnaði upp úr samstarfi okkar í júní," segir Jón Gerald. Jón Gerald segir að einu samskipti sín við Jónínu hafi verið þau að hann hafi verið að leita sér að lögmanni. "Ég hafði ekki hugmynd um það að hún væri að tala við Styrmi," segir Jón Gerald. "Einu samskipti mín við Styrmi voru þau að hann vildi skrifa grein í Morgunblaðið, en ég vildi það ekki," segir Jón Gerald. Í tölvupósti sem Jónína sendi Styrmi 31. júlí segir meðal annars: "Þú þarft að taka viðtal við Jón Gerald í Moggann og fá hann til þess að tala. Ekki gera það fyrr en ég hef fengið greidda íbúðina mína. Please, það verður í næstu viku... held ég. Jón lýsir best ástandinu á þessum mönnum, hvernig þeir kassa inn fyrir sig sjálfa og er sama um alla aðra. Nú verður ný verðkönnun að sýna að Europris er lægra Styrmir minn." Þessu svaraði Styrmir: "Með Jón Gerald: talaði við hann í gærkvöldi og kvaðst vilja hitta hann, þegar hann kemur." Styrmir sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að hann hefði haft gögn um málið undir höndum en ekki talið þau eiga erindi á síður Morgunblaðsins. Hann hefði verið beittur miklum þrýstingi um að fjalla um málið, bæði frá Jóni Gerald og Jónínu, en ákveðið að gera það ekki. Jón Gerald segir við Fréttablaðið að Styrmir hafi sóst eftir því að birta við hann viðtal í Morgunblaðinu. "Ég vildi ekki að hann birti grein um mig. Ég vildi bara að þessi gögn kæmust í fjölmiðla. Styrmir vildi að Morgunblaðið tæki við mig viðtal, en ég vildi það ekki," segir Jón Gerald. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger var enn í viðskiptum við Baug þegar afskipti Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þá hæstaréttarlögmanns, af Baugsmálinu hófust. Tölvupóstar sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að Jónína Benediktsdóttir og Styrmir voru í maí 2002 farin að ráðleggja Jóni Gerald að þiggja aðstoð Jóns Steinars. Samkvæmt þeim átti fyrsta samtal Jóns Steinars og Jóns Geralds sér stað 28. maí. Aðspurður segist Jón Gerald hafa enn verið í viðskiptum við Baug í maí og þeim hafi ekki lokið fyrr en í júní. "Ég var enn að selja þeim vörur í maí. Það slitnaði upp úr samstarfi okkar í júní," segir Jón Gerald. Jón Gerald segir að einu samskipti sín við Jónínu hafi verið þau að hann hafi verið að leita sér að lögmanni. "Ég hafði ekki hugmynd um það að hún væri að tala við Styrmi," segir Jón Gerald. "Einu samskipti mín við Styrmi voru þau að hann vildi skrifa grein í Morgunblaðið, en ég vildi það ekki," segir Jón Gerald. Í tölvupósti sem Jónína sendi Styrmi 31. júlí segir meðal annars: "Þú þarft að taka viðtal við Jón Gerald í Moggann og fá hann til þess að tala. Ekki gera það fyrr en ég hef fengið greidda íbúðina mína. Please, það verður í næstu viku... held ég. Jón lýsir best ástandinu á þessum mönnum, hvernig þeir kassa inn fyrir sig sjálfa og er sama um alla aðra. Nú verður ný verðkönnun að sýna að Europris er lægra Styrmir minn." Þessu svaraði Styrmir: "Með Jón Gerald: talaði við hann í gærkvöldi og kvaðst vilja hitta hann, þegar hann kemur." Styrmir sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að hann hefði haft gögn um málið undir höndum en ekki talið þau eiga erindi á síður Morgunblaðsins. Hann hefði verið beittur miklum þrýstingi um að fjalla um málið, bæði frá Jóni Gerald og Jónínu, en ákveðið að gera það ekki. Jón Gerald segir við Fréttablaðið að Styrmir hafi sóst eftir því að birta við hann viðtal í Morgunblaðinu. "Ég vildi ekki að hann birti grein um mig. Ég vildi bara að þessi gögn kæmust í fjölmiðla. Styrmir vildi að Morgunblaðið tæki við mig viðtal, en ég vildi það ekki," segir Jón Gerald.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira