Jón Steinar sendir áfram gögn 25. september 2005 00:01 Jón Steinar Gunnlaugsson, þá hæstaréttarlögmaður, sendi Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, afrit af fjölmörgum gögnum er vörðuðu mál skjólstæðings síns, Jóns Geralds Sullenberger, án samþykkis eða vitundar hans. Gögnin vörðuðu mál Jóns Geralds gegn Baugi og sendi Jón Steinar þau til Styrmis eftir að Jón Steinar hafði formlega tekið að sér mál Jóns Geralds. Í siðareglum Lögmannafélags Íslands segir að lögmaður skuli aldrei án endanlegs dómsúrskurðar eða lagaboðs láta óviðkomandi aðilum í té gögn sem lögmaður hafi fengið um skjólstæðing sinn nema að beiðni skjólstæðingsins. Um er að ræða tölvupósta sem innihéldu samskipti Jóns Geralds og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hjá Baugi og snerust um uppgjör á viðskiptum þeirra og greiðslur vegna bátsins Thee Viking. Samkvæmt tölvupóstum sem Fréttablaðið hefur undir höndum áframsendi Jón Gerald þessa tölvupósta til lögmanns síns hinn 20. júní 2002, um sex vikum áður en kæra hans gegn Baugi var lögð fram. Hinn 6. júlí áframsendi Jón Steinar tölvupóstana til ritstjóra Morgunblaðsins án nokkurra athugasemda af sinni hálfu. Jón Gerald segist aðspurður ekki kannast við að hafa veitt Jóni Steinari leyfi til að senda ritstjóra Morgunblaðsins afrit af gögnum í máli sínu, né að hann hafi vitað af því að lögmaður hans sendi gögn í málinu til þriðja aðila. "Ég treysti Jóni Steinari fullkomlega fyrir því að hann væri að vinna af heilum hug í mínu máli," segir Jón Gerald. Aðspurður sagðist hann ekki ætla að leita réttar síns varðandi hugsanlegt brot Jóns Steinar á trúnaði við skjólstæðing. Jón Steinar var spurður um það hvort það væru eðlileg vinnubrögð lögmanna að senda gögn frá umbjóðanda sínum til þriðja aðila án vitundar eða leyfis skjólstæðings síns. "Ég hef ekki gert neitt í lögmannsstarfi mínu fyrir Jón Gerald nema með samþykki hans eða samkvæmt hans óskum," sagði Jón Steinar. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, þá hæstaréttarlögmaður, sendi Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, afrit af fjölmörgum gögnum er vörðuðu mál skjólstæðings síns, Jóns Geralds Sullenberger, án samþykkis eða vitundar hans. Gögnin vörðuðu mál Jóns Geralds gegn Baugi og sendi Jón Steinar þau til Styrmis eftir að Jón Steinar hafði formlega tekið að sér mál Jóns Geralds. Í siðareglum Lögmannafélags Íslands segir að lögmaður skuli aldrei án endanlegs dómsúrskurðar eða lagaboðs láta óviðkomandi aðilum í té gögn sem lögmaður hafi fengið um skjólstæðing sinn nema að beiðni skjólstæðingsins. Um er að ræða tölvupósta sem innihéldu samskipti Jóns Geralds og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hjá Baugi og snerust um uppgjör á viðskiptum þeirra og greiðslur vegna bátsins Thee Viking. Samkvæmt tölvupóstum sem Fréttablaðið hefur undir höndum áframsendi Jón Gerald þessa tölvupósta til lögmanns síns hinn 20. júní 2002, um sex vikum áður en kæra hans gegn Baugi var lögð fram. Hinn 6. júlí áframsendi Jón Steinar tölvupóstana til ritstjóra Morgunblaðsins án nokkurra athugasemda af sinni hálfu. Jón Gerald segist aðspurður ekki kannast við að hafa veitt Jóni Steinari leyfi til að senda ritstjóra Morgunblaðsins afrit af gögnum í máli sínu, né að hann hafi vitað af því að lögmaður hans sendi gögn í málinu til þriðja aðila. "Ég treysti Jóni Steinari fullkomlega fyrir því að hann væri að vinna af heilum hug í mínu máli," segir Jón Gerald. Aðspurður sagðist hann ekki ætla að leita réttar síns varðandi hugsanlegt brot Jóns Steinar á trúnaði við skjólstæðing. Jón Steinar var spurður um það hvort það væru eðlileg vinnubrögð lögmanna að senda gögn frá umbjóðanda sínum til þriðja aðila án vitundar eða leyfis skjólstæðings síns. "Ég hef ekki gert neitt í lögmannsstarfi mínu fyrir Jón Gerald nema með samþykki hans eða samkvæmt hans óskum," sagði Jón Steinar.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent