Fyrsta lyfið byggt á erfðarannsókn 11. maí 2005 00:01 Fyrsta lyfið sem byggt er erfðarannsókn á algengum sjúkdómi í heiminum fer í þriðja og síðasta fasa lyfjaprófana á þessu ári ef fram heldur sem nú horfir. Um er að ræða hjartalyfið DG031. Í nýjasta tölublaði tímarits bandarísku læknasamtakanna, Journal of the American Medical Association; JAMA, er birt grein eftir vísindamenn og samstarfsaðila Íslenskrar erfðagreiningar um niðurstöður lyfjaprófana á umræddu lyfi. Einnig er fjallað um greinina og almenna þýðingu niðurstaðnanna í ritstjórnargrein í blaðinu. Í greininni er lýst jákvæðum áhrifum lyfsins á ýmsa áhættuþætti hjartaáfalls. Greint er frá því að lyfið dragi úr myndun á öflugum bólguvaka sem erfðarannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt að tengist aukinni hættu á hjartaáföllum. Í greininni kemur einnig fram að lyfið hafi áhrif á ýmsa mikilvæga áhættuþætti hjartaáfalla sem tengjast bólgum í æðakerfinu. Þetta er í fyrsta sinn sem lýst er klínískri lyfjarannsókn á nýju lyfi á grundvelli erfðarannsókna á algengum sjúkdómi, að því er fram kemur í frétt frá ÍE. "Niðurstöðurnar sem við kynnum í þessari vísindagrein eru afar spennandi og sýna að það er hægt að nota grundvallaruppgötvun í erfðafræði til að þróa ný lyf gegn alvarlegustu heilbrigðisvandamálum samtímans," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir enn fremur, að á grunni þessara niðurstaðna sé nú unnið að því að skipuleggja þriðja og síðasta fasa lyfjaprófana. Þar verður kannað hvort lyfið fækki hjartaáföllum í hópi einstaklinga sem taka lyfið miðað við hóp sem tekur lyfleysu. Þær rannsóknir munu fara fram á Íslandi og í fleiri löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Reiknað er með því að þær hefjist á seinni hluta þessa árs og taki rúm tvö ár. Ef niðurstöður þeirra verða jákvæðar verða næstu skref leyfisumsóknir, skráning og markaðssetning lyfsins. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Fyrsta lyfið sem byggt er erfðarannsókn á algengum sjúkdómi í heiminum fer í þriðja og síðasta fasa lyfjaprófana á þessu ári ef fram heldur sem nú horfir. Um er að ræða hjartalyfið DG031. Í nýjasta tölublaði tímarits bandarísku læknasamtakanna, Journal of the American Medical Association; JAMA, er birt grein eftir vísindamenn og samstarfsaðila Íslenskrar erfðagreiningar um niðurstöður lyfjaprófana á umræddu lyfi. Einnig er fjallað um greinina og almenna þýðingu niðurstaðnanna í ritstjórnargrein í blaðinu. Í greininni er lýst jákvæðum áhrifum lyfsins á ýmsa áhættuþætti hjartaáfalls. Greint er frá því að lyfið dragi úr myndun á öflugum bólguvaka sem erfðarannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt að tengist aukinni hættu á hjartaáföllum. Í greininni kemur einnig fram að lyfið hafi áhrif á ýmsa mikilvæga áhættuþætti hjartaáfalla sem tengjast bólgum í æðakerfinu. Þetta er í fyrsta sinn sem lýst er klínískri lyfjarannsókn á nýju lyfi á grundvelli erfðarannsókna á algengum sjúkdómi, að því er fram kemur í frétt frá ÍE. "Niðurstöðurnar sem við kynnum í þessari vísindagrein eru afar spennandi og sýna að það er hægt að nota grundvallaruppgötvun í erfðafræði til að þróa ný lyf gegn alvarlegustu heilbrigðisvandamálum samtímans," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir enn fremur, að á grunni þessara niðurstaðna sé nú unnið að því að skipuleggja þriðja og síðasta fasa lyfjaprófana. Þar verður kannað hvort lyfið fækki hjartaáföllum í hópi einstaklinga sem taka lyfið miðað við hóp sem tekur lyfleysu. Þær rannsóknir munu fara fram á Íslandi og í fleiri löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Reiknað er með því að þær hefjist á seinni hluta þessa árs og taki rúm tvö ár. Ef niðurstöður þeirra verða jákvæðar verða næstu skref leyfisumsóknir, skráning og markaðssetning lyfsins.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira