Orkuveitan vill víðtækari leyfi 19. desember 2004 00:01 Orkuveita Reykjavíkur hefur óskað eftir svörum Skipulagsstofnunar um hvort sjö boranir til rannsóknar á Hellisheiði þurfi umhverfismat. Fjórar þeirra eru á nýju svæði. Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitunnar, segir umsögn stofnunarinnar fyrsta skrefið í löngu og ströngu leyfisveitingarferli fyrir framkvæmdunum. Erfitt sé að segja hvert svarið verði en hingað til hafi rannsóknarboranir ekki farið í umhverfismat. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsstjóri hjá Skipulagsstofnun, segir niðurstöðuna liggja fyrir í næstu viku. Hver borhola fái sjálfstætt mat og loks svæðið í heild: "Það hafa komið svona erindi bæði á Suðurnesjum og í Kröflu. Ég hygg að það séu sambærileg mál sem hafa að hluta verið úrskurðuð í mat í Kröflu, en skoða þarf hvert mál miðað við aðstæður." Ásgeir gagnrýnir þann langa tíma sem almennt taki að afla allra tilskilinna leyfa fyrir virkjunarframkvæmdum. "Öll leyfisveitingaferli eru orðin óskaplega fyrirferðarmikil, tímafrek og kostnaðarsöm. Að fara með framkvæmdir í umhverfismat tekur til dæmis allt að tvö ár." Það taki þrjú til fjögur á að fá öll þau tæplega tuttugu leyfi sem þurfi fyrir einni virkjun. Kostnaður við umsóknirnar sé tugir milljóna króna.: "Aðalatriðið er að reyna að fækka þessum leyfum þannig að það sé ekki alltaf verið að sækja um mjög svipaða hluti á sitthvoru stjórnsýslustiginu og hjá mörgum stofnunum." Hann sé sannfærður um að hægt sé að samræma og einfalda leyfisveitingar og veita víðtækari heimildir í hvert sinn. Ásdís segir þau hjá Skipulagsstofnun hafa orðið vör við umræðu um seinagang leyfa vegna jarðhitaframkvæmda. Stjórnvöld þurfi að skoða hvort hægt sé að einfalda ferlið. "Eins og kerfið er núna er þessi matsskylduákvörðun nauðsynlegur undanfari framkvæmdaleyfa," segir Ásdís. Dregist hafi að gefa Orkuveitunni svar að þessu sinni. Umsagnir Umhverfissstofnunar hafi borist Skipulagsstofnun seinna en gert hafi verið ráð fyrir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur hefur óskað eftir svörum Skipulagsstofnunar um hvort sjö boranir til rannsóknar á Hellisheiði þurfi umhverfismat. Fjórar þeirra eru á nýju svæði. Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitunnar, segir umsögn stofnunarinnar fyrsta skrefið í löngu og ströngu leyfisveitingarferli fyrir framkvæmdunum. Erfitt sé að segja hvert svarið verði en hingað til hafi rannsóknarboranir ekki farið í umhverfismat. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsstjóri hjá Skipulagsstofnun, segir niðurstöðuna liggja fyrir í næstu viku. Hver borhola fái sjálfstætt mat og loks svæðið í heild: "Það hafa komið svona erindi bæði á Suðurnesjum og í Kröflu. Ég hygg að það séu sambærileg mál sem hafa að hluta verið úrskurðuð í mat í Kröflu, en skoða þarf hvert mál miðað við aðstæður." Ásgeir gagnrýnir þann langa tíma sem almennt taki að afla allra tilskilinna leyfa fyrir virkjunarframkvæmdum. "Öll leyfisveitingaferli eru orðin óskaplega fyrirferðarmikil, tímafrek og kostnaðarsöm. Að fara með framkvæmdir í umhverfismat tekur til dæmis allt að tvö ár." Það taki þrjú til fjögur á að fá öll þau tæplega tuttugu leyfi sem þurfi fyrir einni virkjun. Kostnaður við umsóknirnar sé tugir milljóna króna.: "Aðalatriðið er að reyna að fækka þessum leyfum þannig að það sé ekki alltaf verið að sækja um mjög svipaða hluti á sitthvoru stjórnsýslustiginu og hjá mörgum stofnunum." Hann sé sannfærður um að hægt sé að samræma og einfalda leyfisveitingar og veita víðtækari heimildir í hvert sinn. Ásdís segir þau hjá Skipulagsstofnun hafa orðið vör við umræðu um seinagang leyfa vegna jarðhitaframkvæmda. Stjórnvöld þurfi að skoða hvort hægt sé að einfalda ferlið. "Eins og kerfið er núna er þessi matsskylduákvörðun nauðsynlegur undanfari framkvæmdaleyfa," segir Ásdís. Dregist hafi að gefa Orkuveitunni svar að þessu sinni. Umsagnir Umhverfissstofnunar hafi borist Skipulagsstofnun seinna en gert hafi verið ráð fyrir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira