Bush maður ársins í annað sinn 19. desember 2004 00:01 Bandaríska tímaritið Time hefur útnefnt George W. Bush Bandaríkjaforseta mann ársins og segir hann hafa mótað stjórnmálin upp á nýtt með endurkjöri sínu fyrr á árinu. Í tímaritinu er ítarlegt viðtal við Bush sem og við föður hans og Karl Rove, hinn umdeilda ráðgjafa forsetans. Bush segir að forsetakosningarnar hafi snúist um hvernig áhrifum Bandaríkjanna skyldi beitt og þakkar utanríkisstefnu sinni og innrásunum í Afganistan og Írak sigur sinn. James Kelly, ritstjóri tímaritsins, segir Bush hafa breyst gífurlega frá því hann var kjörinn forseti árið 2000 og hann sé mun einbeittari en hann var fyrir fjórum árum. Nafnbótina hlýtur sá sem mest áhrif hefur haft á árinu, góð eða slæm. Bush er sjötti forseti Bandaríkjanna sem hefur unnið til nafnbótarinnar maður ársins frá Time í tvígang. Hinir eru Harry Truman, Dwight Eisenhower, Lyndon B. Johnson, Richard Nixon, Ronald Reagan og Bill Clinton en á toppnum trónir Franklin D. Roosevelt sem var útnefndur maður ársins þrisvar sinnum. Kelly segir að aðrir mögulegir kandídatar til nafnbótarinnar hafi meðal annarra verið Michael Moore og Mel Gibson, en kvikmyndir þeirra beggja tengdust menningu samtímans sterkum böndum, þó á ólíkan hátt. Kelly segir að Karl Rove hafi einnig komið til greina, en hefði hann verið valin einn hefði honum verið eignað margt sem Bush ber sjálfur ábyrgð á. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem einstaklingur hlýtur nafnbótina maður ársins frá Time en 2001 var Rudolph Giuliani, þáverandi borgarstjóri New York, valinn fyrir viðbrögð hans við hryðjuverkunum 11. september. Ári seinna urðu einstaklingar sem komu upp um mistök innan FBI og fjármálahneyksli innan stórfyrirtækjanna Enron og Worldcom fyrir valinu og í fyrra hlaut bandaríski hermaðurinn titilinn. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Bandaríska tímaritið Time hefur útnefnt George W. Bush Bandaríkjaforseta mann ársins og segir hann hafa mótað stjórnmálin upp á nýtt með endurkjöri sínu fyrr á árinu. Í tímaritinu er ítarlegt viðtal við Bush sem og við föður hans og Karl Rove, hinn umdeilda ráðgjafa forsetans. Bush segir að forsetakosningarnar hafi snúist um hvernig áhrifum Bandaríkjanna skyldi beitt og þakkar utanríkisstefnu sinni og innrásunum í Afganistan og Írak sigur sinn. James Kelly, ritstjóri tímaritsins, segir Bush hafa breyst gífurlega frá því hann var kjörinn forseti árið 2000 og hann sé mun einbeittari en hann var fyrir fjórum árum. Nafnbótina hlýtur sá sem mest áhrif hefur haft á árinu, góð eða slæm. Bush er sjötti forseti Bandaríkjanna sem hefur unnið til nafnbótarinnar maður ársins frá Time í tvígang. Hinir eru Harry Truman, Dwight Eisenhower, Lyndon B. Johnson, Richard Nixon, Ronald Reagan og Bill Clinton en á toppnum trónir Franklin D. Roosevelt sem var útnefndur maður ársins þrisvar sinnum. Kelly segir að aðrir mögulegir kandídatar til nafnbótarinnar hafi meðal annarra verið Michael Moore og Mel Gibson, en kvikmyndir þeirra beggja tengdust menningu samtímans sterkum böndum, þó á ólíkan hátt. Kelly segir að Karl Rove hafi einnig komið til greina, en hefði hann verið valin einn hefði honum verið eignað margt sem Bush ber sjálfur ábyrgð á. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem einstaklingur hlýtur nafnbótina maður ársins frá Time en 2001 var Rudolph Giuliani, þáverandi borgarstjóri New York, valinn fyrir viðbrögð hans við hryðjuverkunum 11. september. Ári seinna urðu einstaklingar sem komu upp um mistök innan FBI og fjármálahneyksli innan stórfyrirtækjanna Enron og Worldcom fyrir valinu og í fyrra hlaut bandaríski hermaðurinn titilinn.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira