Innlagnir vegna aukaverkana 10. desember 2004 00:01 Notkun þunglyndislyfja getur, í sjaldgæfum tilvikum, valdið svokallaðri afhamlandi hegðun hjá börnum og unglingum í byrjun meðferðar og er stundum skammtaháð, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar yfirlæknis á Barna- og unglingageðdeildinni við Dalbraut. Með afhamlandi hegðun er átt við örlyndi og hegðunartruflanir, sem geta komið fram sem tímabundnar aukaverkanir þunglyndislyfja. Sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar hefur sent út ítrekun varðandi notkun allmargra þekkta þunglyndislyfja hjá börnum og unglingum, þar sem þau geti valdið aukinni hættu á sjálfsvígshegðun. Nefndin hefur skoðað ný gögn varðandi notkun þessara lyfja í börnum. Niðurstaðan var sú að gögnin bentu til þess að það væri aukin hætta á sjálfvígshugmyndum og sjálfsvígstilraunum, eða hegðun tengdri því svo sem sjálfskaða, árásargirni og tilfinningasveiflum. Ekki var þó tilkynnt um sjálfsvíg í klínískum rannsóknum í börnum og unglingum. Lagt var til að öryggi þessara lyfja í börnum og unglingum yrði rannsakað frekar í Evrópu. Þar til þær niðurstöður liggja fyrir vill nefndin koma þeim upplýsingum á framfæri til lækna, sjúklinga og foreldra, að umrædd lyf séu ekki skráð við þunglyndi og kvíða hjá börnum og unglingum í öllum löndum Evrópu. Þessi lyf ætti almennt ekki að nota hjá þessum aldurshópi þar sem klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á aukna hættu á sjálfsvígshegðun. Samt sem áður getur verið þörf á því að ávísa þessum lyfjum fyrir þennan sjúklingahóp, segir sérfræðinefndin. Í þeim tilvikum er mikilvægt að fylgjast vel með sjúklingi með tilliti til sjálfsvígshegðunar, sjálfsskaða og árásargirni. Þetta er sérstaklega mikilvægt í upphafi meðferðar. Ólafur sagði, að tímabundnar hegðunartruflanir væru þekkt en sjaldgæf aukaverkun þunglyndislyfja. "Ef að unglingur með þunglyndi er með sjálfskaðahugsanir er mikilvægt að fylgjast vel með afhömlunareinkennum í byrjun meðferðar meðan jafnvægi er að komast á líðan en í alvarlegustu tilvikunum getur innlögn verið nauðsynleg. Hafa ber í huga að þó að þunglyndi sé einn áhættuþáttur sjálfsvíga að þá geta sterkari áhættuþættir svo sem árásargirni og notkun áfengis og fíkniefna verið afleiðingar þunglyndis. Vega þarf og meta í hverju tilviki ávinning á líðan og virkni á móti hugsanlegum aukaverkunum þmt sjálfskaðahegðun. " Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Notkun þunglyndislyfja getur, í sjaldgæfum tilvikum, valdið svokallaðri afhamlandi hegðun hjá börnum og unglingum í byrjun meðferðar og er stundum skammtaháð, að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar yfirlæknis á Barna- og unglingageðdeildinni við Dalbraut. Með afhamlandi hegðun er átt við örlyndi og hegðunartruflanir, sem geta komið fram sem tímabundnar aukaverkanir þunglyndislyfja. Sérfræðinefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar hefur sent út ítrekun varðandi notkun allmargra þekkta þunglyndislyfja hjá börnum og unglingum, þar sem þau geti valdið aukinni hættu á sjálfsvígshegðun. Nefndin hefur skoðað ný gögn varðandi notkun þessara lyfja í börnum. Niðurstaðan var sú að gögnin bentu til þess að það væri aukin hætta á sjálfvígshugmyndum og sjálfsvígstilraunum, eða hegðun tengdri því svo sem sjálfskaða, árásargirni og tilfinningasveiflum. Ekki var þó tilkynnt um sjálfsvíg í klínískum rannsóknum í börnum og unglingum. Lagt var til að öryggi þessara lyfja í börnum og unglingum yrði rannsakað frekar í Evrópu. Þar til þær niðurstöður liggja fyrir vill nefndin koma þeim upplýsingum á framfæri til lækna, sjúklinga og foreldra, að umrædd lyf séu ekki skráð við þunglyndi og kvíða hjá börnum og unglingum í öllum löndum Evrópu. Þessi lyf ætti almennt ekki að nota hjá þessum aldurshópi þar sem klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á aukna hættu á sjálfsvígshegðun. Samt sem áður getur verið þörf á því að ávísa þessum lyfjum fyrir þennan sjúklingahóp, segir sérfræðinefndin. Í þeim tilvikum er mikilvægt að fylgjast vel með sjúklingi með tilliti til sjálfsvígshegðunar, sjálfsskaða og árásargirni. Þetta er sérstaklega mikilvægt í upphafi meðferðar. Ólafur sagði, að tímabundnar hegðunartruflanir væru þekkt en sjaldgæf aukaverkun þunglyndislyfja. "Ef að unglingur með þunglyndi er með sjálfskaðahugsanir er mikilvægt að fylgjast vel með afhömlunareinkennum í byrjun meðferðar meðan jafnvægi er að komast á líðan en í alvarlegustu tilvikunum getur innlögn verið nauðsynleg. Hafa ber í huga að þó að þunglyndi sé einn áhættuþáttur sjálfsvíga að þá geta sterkari áhættuþættir svo sem árásargirni og notkun áfengis og fíkniefna verið afleiðingar þunglyndis. Vega þarf og meta í hverju tilviki ávinning á líðan og virkni á móti hugsanlegum aukaverkunum þmt sjálfskaðahegðun. "
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira