Fjölskylda fær skaðabætur 1. desember 2004 00:01 Afganska ríkisstjórnin hefur greitt fjölskyldu Feribu, 13 ára gamallar stúlku sem lést í sjálfsmorðsárás á íslenska friðargæsluliða í Kabúl, rúmar 140 þúsund krónur í skaðabætur fyrir dótturmissinn. Þetta kemur fram í nýrri grein um tilræðið í vefriti IWPR (Institute for War and Peace Reporting). Talibshah Khaksar, faðir stúlkunnar, segir í viðtali við IWPR að þetta hafi ekki hrokkið fyrir útför hennar. Um hundrað þúsund krónur söfnuðust handa fjölskyldunni í söfnun hér á landi. Haft er eftir heimildum innan afgönsku leyniþjónustunnar að tilræðismaðurinn hafi heitið Matiullah og verið þekktur sem félagi í hreyfingu undir stjórn Maulavi Younis Khalis sem síðar gekk í raðir Talibana. Matiullah var búsettur í Shamshatu-flóttamannabúðunum í Peshawar í Pakistan en kom gagngert til Kabúl til að fremja hryðjuverk. Afganskir embættismenn, Sameinuðu þjóðirnar, erlend sendiráð og ýmis hjálparsamtök höfðu á undanförnum mánuðum annað slagið varað við hættunni af því að versla á Kjúklingastræti. Feriba, 13 ára gömul afgönsk stúlka, og 23 ára gömul bandarísk kona létust í árásinni og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust. Þrátt fyrir dauða Feribu halda börn ennþá áfram að stunda götusölu í Kjúklingastræti. Haft er eftir Rohullah, tíu ára, sem selur kort og bréfsefni á Kjúklingastræti, að hann sé ekki hræddur. Tekjurnar af því að selja útlendingum séu svo miklar að hann geti ekki annað. Sima Gul, 12 ára, sem selur plastsólgleraugu, segir: "Ég hræðist ekkert. Ég þarf að sjá fjölskyldunni fyrir mat, annars deyjum við úr hungri." Mohammad Yousuf, yfirmaður Ashiana, þjálfunar- og menntunarmiðstöðvar fyrir börn í Kabúl, segir að götusölubörnin séu í mestri hættu vegna árása á útlendinga. "Börnin láta ekki í ljós hræðslu en árásirnar hafa haft slæmar sálfræðilegar afleiðingar fyrir þau. Þau eru hrædd við að verða rænd og verða fórnarlömb árása á útlendinga. Þau hafa hins vegar engan annan kost." Ashiana-miðstöðin hefur á prjónunum námskeið þar sem götubörnum verður kennt að skynja þær hættur sem leynast á götum Kabúl. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Afganska ríkisstjórnin hefur greitt fjölskyldu Feribu, 13 ára gamallar stúlku sem lést í sjálfsmorðsárás á íslenska friðargæsluliða í Kabúl, rúmar 140 þúsund krónur í skaðabætur fyrir dótturmissinn. Þetta kemur fram í nýrri grein um tilræðið í vefriti IWPR (Institute for War and Peace Reporting). Talibshah Khaksar, faðir stúlkunnar, segir í viðtali við IWPR að þetta hafi ekki hrokkið fyrir útför hennar. Um hundrað þúsund krónur söfnuðust handa fjölskyldunni í söfnun hér á landi. Haft er eftir heimildum innan afgönsku leyniþjónustunnar að tilræðismaðurinn hafi heitið Matiullah og verið þekktur sem félagi í hreyfingu undir stjórn Maulavi Younis Khalis sem síðar gekk í raðir Talibana. Matiullah var búsettur í Shamshatu-flóttamannabúðunum í Peshawar í Pakistan en kom gagngert til Kabúl til að fremja hryðjuverk. Afganskir embættismenn, Sameinuðu þjóðirnar, erlend sendiráð og ýmis hjálparsamtök höfðu á undanförnum mánuðum annað slagið varað við hættunni af því að versla á Kjúklingastræti. Feriba, 13 ára gömul afgönsk stúlka, og 23 ára gömul bandarísk kona létust í árásinni og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust. Þrátt fyrir dauða Feribu halda börn ennþá áfram að stunda götusölu í Kjúklingastræti. Haft er eftir Rohullah, tíu ára, sem selur kort og bréfsefni á Kjúklingastræti, að hann sé ekki hræddur. Tekjurnar af því að selja útlendingum séu svo miklar að hann geti ekki annað. Sima Gul, 12 ára, sem selur plastsólgleraugu, segir: "Ég hræðist ekkert. Ég þarf að sjá fjölskyldunni fyrir mat, annars deyjum við úr hungri." Mohammad Yousuf, yfirmaður Ashiana, þjálfunar- og menntunarmiðstöðvar fyrir börn í Kabúl, segir að götusölubörnin séu í mestri hættu vegna árása á útlendinga. "Börnin láta ekki í ljós hræðslu en árásirnar hafa haft slæmar sálfræðilegar afleiðingar fyrir þau. Þau eru hrædd við að verða rænd og verða fórnarlömb árása á útlendinga. Þau hafa hins vegar engan annan kost." Ashiana-miðstöðin hefur á prjónunum námskeið þar sem götubörnum verður kennt að skynja þær hættur sem leynast á götum Kabúl.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira