Starfa fyrir breskt fyrirtæki 30. nóvember 2004 00:01 Íslendingarnir tveir sem fóru til starfa í Írak fyrir mánuði voru í þjálfun í Bretlandi í sumar. Þeir sinna öryggisgæslu á vegum bresks fyrirtækis en slík störf geta verið mjög hættuleg. Í byrjun nóvember fóru Þórjón Pétursson og Þórir Marinó Sigurðsson til Íraks á vegum bresks fyrirtækis. Vegna þessa fóru þeir til Bretlands í sumar í starfsþjálfun. Samkvæmt upplýsingum frá félögum þeirra í íslensku lögreglunni sinna þeir öryggisgæslu í Bagdad og víðar en þeim mun einnig ætlað að halda námskeið fyrir aðra öryggisverði um öryggismál. Þórjón og Þórir hafa báðir verið í íslensku víkingasveitinni auk þess sem Þórjón hefur þjálfað með úrvalssveitum í Bandaríkjunum. Þórjóni var vikið úr lögreglunni í kjölfar dóms sem hann hlaut fyrir ólöglega handtöku í vor. Þórir var sýknaður af sömu ákæru og er hann í hálfs árs tímabundnu leyfi frá lögreglunni. Nokkur bresk einkafyrirtæki sinna öryggisgæslu í Írak. Heimildir fréttastofu herma að mörg þeirra séu rekin af fyrrverandi her- og lögreglumönnum. Öryggisgæsla á þeirra vegum er vel launuð vinna, en hættuleg. Sem dæmi má nefna að árásir eru tíðar á þá sem ferðast vegaspottann frá Bagdad-flugvelli inn til höfuðborgarinnar og öryggisgæsla á leiðinni kostar hundruð þúsunda króna. Íslenska utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum að ferðast ekki til Íraks á meðan ástandið er eins og það er. Það biður þá sem það gera hins vegar að veita ráðuneytinu upplýsingar um ferðir sínar. Þrír starfsmenn utanríkisráðuneytisins staðfestu í dag að hvorki Þórir, Þórjón né aðstandendur þeirra hefðu upplýst ráðuneytið um för mannanna til Íraks. Unnusta Þóris staðhæfði hins vegar í samtali við fréttastofu í dag að hún hefði rætt við starfsmenn ráðuneytisins um málið. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira
Íslendingarnir tveir sem fóru til starfa í Írak fyrir mánuði voru í þjálfun í Bretlandi í sumar. Þeir sinna öryggisgæslu á vegum bresks fyrirtækis en slík störf geta verið mjög hættuleg. Í byrjun nóvember fóru Þórjón Pétursson og Þórir Marinó Sigurðsson til Íraks á vegum bresks fyrirtækis. Vegna þessa fóru þeir til Bretlands í sumar í starfsþjálfun. Samkvæmt upplýsingum frá félögum þeirra í íslensku lögreglunni sinna þeir öryggisgæslu í Bagdad og víðar en þeim mun einnig ætlað að halda námskeið fyrir aðra öryggisverði um öryggismál. Þórjón og Þórir hafa báðir verið í íslensku víkingasveitinni auk þess sem Þórjón hefur þjálfað með úrvalssveitum í Bandaríkjunum. Þórjóni var vikið úr lögreglunni í kjölfar dóms sem hann hlaut fyrir ólöglega handtöku í vor. Þórir var sýknaður af sömu ákæru og er hann í hálfs árs tímabundnu leyfi frá lögreglunni. Nokkur bresk einkafyrirtæki sinna öryggisgæslu í Írak. Heimildir fréttastofu herma að mörg þeirra séu rekin af fyrrverandi her- og lögreglumönnum. Öryggisgæsla á þeirra vegum er vel launuð vinna, en hættuleg. Sem dæmi má nefna að árásir eru tíðar á þá sem ferðast vegaspottann frá Bagdad-flugvelli inn til höfuðborgarinnar og öryggisgæsla á leiðinni kostar hundruð þúsunda króna. Íslenska utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum að ferðast ekki til Íraks á meðan ástandið er eins og það er. Það biður þá sem það gera hins vegar að veita ráðuneytinu upplýsingar um ferðir sínar. Þrír starfsmenn utanríkisráðuneytisins staðfestu í dag að hvorki Þórir, Þórjón né aðstandendur þeirra hefðu upplýst ráðuneytið um för mannanna til Íraks. Unnusta Þóris staðhæfði hins vegar í samtali við fréttastofu í dag að hún hefði rætt við starfsmenn ráðuneytisins um málið.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira