Lúðvík beitti bolabrögðum og reyndist ódrengur 13. nóvember 2004 00:01 "Lúðvík beitti mig bolabrögðum, hann reyndi að kúga mig til að játa á mig sakir sem ekki voru fyrir hendi, hann beitti ósiðlegum aðferðum – á mörkum hins löglega – og reyndist ódrengur undir lok samstarfsins," segir Andrés Sigmundsson,bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar slita á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn í gær. Slitin urðu að sögn vegna trúnaðarbrests, meðal annars vegna undirritunar Andrésar á viljayfirlýsingu um kaup á svokölluðu Fiskiðjuhúsi sem menningarhúsi fyrir 153 milljónir króna. Andrés segist engan hafa skuldbundið og engan skaðað, einungis lýst yfir því að áfram skyldi unnið í málinu. "Lúðvík ákvað hins vegar að nota þetta tilefni með lævíslegum hætti til að sverta mannorð mitt og leiða Sjálfstæðisflokkinn enn á ný til valda í Vestmannaeyjabæ. Þar með hefur Lúðvík stöðvað samvinnu félagshyggjuaflanna í Vestmannaeyjum," segir Andrés Sigmundsson í yfirlýsingunni. Ennfremur segir í yfirlýsingunni að Lúðvík hafi undibúið vandlega það sem Andrés kallar aðför að sér, enda hafi Lúðvík verið búinn að mynda nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokki fáum stundum síðar, gefa því samstarfi nafn og skipa í nefndir. Því sé vart annað að sjá af þeim atburðum sem orðið hafi síðustu daga í Eyjum en að leiðtogar Vestmannaeyjalista og Sjálfstæðisflokks hafi hannað atburðarásina frá upphafi til enda. Yfirlýsing Andrésar Sigmundssonar í heild:"Vestmannaeyjalistinn undir forystu Lúðvíks Bergvissonar hefur slitið vinstra samstarfinu við Framsóknarflokkinn í bæjarstjórn Vestmanneyja með tilvísun til trúnaðarbrests við undirritaðan. Í sjálfu sér er ekki við það að athuga að stjórnmálamaður á borð við Lúðvík Bergvinsson skipti um skoðun frá vinstri til hægri, en á hinn bóginn er ólíðandi að það sé gert með upplognum tilefnum og með því að vega að mannorði annarra manna. Staðreyndin er sú að Lúðvík hafði undibúið vandlega aðförina að undirrituðum enda var hann þegar samdægurs búinn að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, gefa því samstarfi nafn og skipa í nefndir. Það er ekki annað að sjá af þeim atburðum sem orðið hafa síðustu daga í Eyjum heldur en þeir kumpánar, Lúðvík og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, hafi hannað atburðarásina frá upphafi til enda.Það er rangt að ég hafi undirritað viljayfirlýsingu um kaup á svokölluðu Fiskiðjuhúsi sem menningarhúsi fyrir 153 milljónir. Viljayfirlýsingin sem ég undiritaði felur einungis í sér það sem þar stendur, áhuga viðkomandi að halda áfram viðræðum í byrjun þeirra, og leggja fram hugmyndir til skoðunar og ákvörðunar. Þar er skýrt tekið fram að "samkomulag er háð formlegu samþykki Verkefnastjórnar um Menningarhús í Vestmannaeyjum og skráðum eigendum" Fiskiðjuhússins. Í þessu felst ekki annað en að tillögur verði lagðar fram til kynningar og ákvörðun tekin hvort þeim verði hafnað eða þær samþykktar. Það er lögfræðilegt mat að engar frekari skuldbindingar hafi falist í þessari viljayfirlýsingu – og því þurfa aðrar hvatir en faglegar að koma til sögu þegar þetta er notað sem tilefni til samstarfsslita. Ég hafði engan skuldbundið – og engan skaðað.Lúðvík Bergvinsson ákvað hins vegar að nota þetta tilefni með lævíslegum hætti til að sverta mannorð mitt og leiða Sjálfstæðisflokkinn enn á ný til valda í Vestmannaeyjabæ. Þar með hefur Lúðvík stöðvað samvinnu félagshyggjuaflanna í Vestmannaeyjum, meirihlutasamstarf sem verið hefur "með miklum ágætum" eins og það er orðað í bókun Lúðvíks.Lúðvík Bergvinsson hefur vissulega heimild til að treysta þeim sem honum sýnist, og mynda meirihluta með hægri mönnum, en það er fráleitt hægt að sætta sig við þær aðferðir sem hann hefur notað til að slíta vinstra samstarfinu. Hann beitti mig bolabrögðum, hann reyndi að kúga mig til að játa á mig sakir sem ekki voru fyrir hendi, hann beitti ósiðlegum aðferðum – á mörkum hins löglega – og reyndist ódrengur undir lok samstarfsins. Andrés Sigmundsson. Vestmannaeyjum." Entist í 20 mánuði. Nýr bæjarstjórnarmeirihluti var myndaður í Eyjum í lok mars 2003. Sambúðin tók enda í gærkvöld þegar Vestmannaeyjalistinn undir forystu Lúðvíks Bergvinssonar batt enda á hana og myndaði nýjan meirihluta fáum klukkutímum síðar með Sjálfstæðisflokki. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Sjá meira
"Lúðvík beitti mig bolabrögðum, hann reyndi að kúga mig til að játa á mig sakir sem ekki voru fyrir hendi, hann beitti ósiðlegum aðferðum – á mörkum hins löglega – og reyndist ódrengur undir lok samstarfsins," segir Andrés Sigmundsson,bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar slita á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn í gær. Slitin urðu að sögn vegna trúnaðarbrests, meðal annars vegna undirritunar Andrésar á viljayfirlýsingu um kaup á svokölluðu Fiskiðjuhúsi sem menningarhúsi fyrir 153 milljónir króna. Andrés segist engan hafa skuldbundið og engan skaðað, einungis lýst yfir því að áfram skyldi unnið í málinu. "Lúðvík ákvað hins vegar að nota þetta tilefni með lævíslegum hætti til að sverta mannorð mitt og leiða Sjálfstæðisflokkinn enn á ný til valda í Vestmannaeyjabæ. Þar með hefur Lúðvík stöðvað samvinnu félagshyggjuaflanna í Vestmannaeyjum," segir Andrés Sigmundsson í yfirlýsingunni. Ennfremur segir í yfirlýsingunni að Lúðvík hafi undibúið vandlega það sem Andrés kallar aðför að sér, enda hafi Lúðvík verið búinn að mynda nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokki fáum stundum síðar, gefa því samstarfi nafn og skipa í nefndir. Því sé vart annað að sjá af þeim atburðum sem orðið hafi síðustu daga í Eyjum en að leiðtogar Vestmannaeyjalista og Sjálfstæðisflokks hafi hannað atburðarásina frá upphafi til enda. Yfirlýsing Andrésar Sigmundssonar í heild:"Vestmannaeyjalistinn undir forystu Lúðvíks Bergvissonar hefur slitið vinstra samstarfinu við Framsóknarflokkinn í bæjarstjórn Vestmanneyja með tilvísun til trúnaðarbrests við undirritaðan. Í sjálfu sér er ekki við það að athuga að stjórnmálamaður á borð við Lúðvík Bergvinsson skipti um skoðun frá vinstri til hægri, en á hinn bóginn er ólíðandi að það sé gert með upplognum tilefnum og með því að vega að mannorði annarra manna. Staðreyndin er sú að Lúðvík hafði undibúið vandlega aðförina að undirrituðum enda var hann þegar samdægurs búinn að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, gefa því samstarfi nafn og skipa í nefndir. Það er ekki annað að sjá af þeim atburðum sem orðið hafa síðustu daga í Eyjum heldur en þeir kumpánar, Lúðvík og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, hafi hannað atburðarásina frá upphafi til enda.Það er rangt að ég hafi undirritað viljayfirlýsingu um kaup á svokölluðu Fiskiðjuhúsi sem menningarhúsi fyrir 153 milljónir. Viljayfirlýsingin sem ég undiritaði felur einungis í sér það sem þar stendur, áhuga viðkomandi að halda áfram viðræðum í byrjun þeirra, og leggja fram hugmyndir til skoðunar og ákvörðunar. Þar er skýrt tekið fram að "samkomulag er háð formlegu samþykki Verkefnastjórnar um Menningarhús í Vestmannaeyjum og skráðum eigendum" Fiskiðjuhússins. Í þessu felst ekki annað en að tillögur verði lagðar fram til kynningar og ákvörðun tekin hvort þeim verði hafnað eða þær samþykktar. Það er lögfræðilegt mat að engar frekari skuldbindingar hafi falist í þessari viljayfirlýsingu – og því þurfa aðrar hvatir en faglegar að koma til sögu þegar þetta er notað sem tilefni til samstarfsslita. Ég hafði engan skuldbundið – og engan skaðað.Lúðvík Bergvinsson ákvað hins vegar að nota þetta tilefni með lævíslegum hætti til að sverta mannorð mitt og leiða Sjálfstæðisflokkinn enn á ný til valda í Vestmannaeyjabæ. Þar með hefur Lúðvík stöðvað samvinnu félagshyggjuaflanna í Vestmannaeyjum, meirihlutasamstarf sem verið hefur "með miklum ágætum" eins og það er orðað í bókun Lúðvíks.Lúðvík Bergvinsson hefur vissulega heimild til að treysta þeim sem honum sýnist, og mynda meirihluta með hægri mönnum, en það er fráleitt hægt að sætta sig við þær aðferðir sem hann hefur notað til að slíta vinstra samstarfinu. Hann beitti mig bolabrögðum, hann reyndi að kúga mig til að játa á mig sakir sem ekki voru fyrir hendi, hann beitti ósiðlegum aðferðum – á mörkum hins löglega – og reyndist ódrengur undir lok samstarfsins. Andrés Sigmundsson. Vestmannaeyjum." Entist í 20 mánuði. Nýr bæjarstjórnarmeirihluti var myndaður í Eyjum í lok mars 2003. Sambúðin tók enda í gærkvöld þegar Vestmannaeyjalistinn undir forystu Lúðvíks Bergvinssonar batt enda á hana og myndaði nýjan meirihluta fáum klukkutímum síðar með Sjálfstæðisflokki.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Sjá meira