Opinberir styrkir til flokkanna fóru í skuldir 11. nóvember 2004 00:01 Framsóknarflokkurinn minnkaði skuldir, sem voru vegna útgáfu Tímans og NT, um 90 milljónir árin 1992-2000 eða úr 100 milljónum í 10 milljónir króna. Unnur Stefánsdóttir var gjaldkeri flokksins á þessum tíma og segir hún að starfsmönnum flokksins hafi verið fækkað og opinberir styrkir, bæði sérfræðistyrkur og styrkur til útgáfumála, að mestu látnir renna upp í skuldirnar. Þá hafi ráðherrar, þingmenn og aðrir, sem hafi fengið starf í gegnum flokkinn, látið hluta launa renna til greiðslu skuldanna, venjulega 5.000 krónur á mánuði. Flokksstarfið hafi verið í lágmarki. Þannig hafi tekist að greiða skuldirnar niður á fjórum árum. Fyrir kosningar hafi fjáröflunarnefnd flokksins svo safnað styrkjum hjá fyrirtækjum. Unnur segir að sparnaðaraðgerðirnar og störf fjáröflunarnefndar flokksins hafa verið alveg aðskilið. "Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Helgi S. Guðmundsson, starfsmannastjóri hjá Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík, töluðu við fyrirtæki ásamt þriðja manni og söfnuðu peningum fyrir kosningar eins og hefur alltaf verið gert. Ég man ekki eftir neinum tölum í því sambandi. Það voru náttúrulega mörg fyrirtæki úti um allt. Ég veit ekki til þess að olíufélögin hafi látið okkur fá meira en hin félögin. Þórólfur og Helgi voru alveg með það," segir hún. Helgi hefur verið formaður fjáröflunarnefndar Framsóknarflokksins undanfarin tíu ár. Hann segir að Framsóknarflokkurinn hafi alltaf sagst leita til einstaklinga og fyrirtækja í landinu en það sé trúnaðarmál hverjir styrki Framsóknarflokkinn og vill ekki ræða styrki einstakra fyrirtækja til flokksins. Þórólfur Gíslason segir misskilning að hann hafi komið að fjársöfnun hjá fyrirtækjum og vildi ekki ræða það frekar. "Það hefur ekkert verið á minni könnu í þeim efnum," sagði hann. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Framsóknarflokkurinn minnkaði skuldir, sem voru vegna útgáfu Tímans og NT, um 90 milljónir árin 1992-2000 eða úr 100 milljónum í 10 milljónir króna. Unnur Stefánsdóttir var gjaldkeri flokksins á þessum tíma og segir hún að starfsmönnum flokksins hafi verið fækkað og opinberir styrkir, bæði sérfræðistyrkur og styrkur til útgáfumála, að mestu látnir renna upp í skuldirnar. Þá hafi ráðherrar, þingmenn og aðrir, sem hafi fengið starf í gegnum flokkinn, látið hluta launa renna til greiðslu skuldanna, venjulega 5.000 krónur á mánuði. Flokksstarfið hafi verið í lágmarki. Þannig hafi tekist að greiða skuldirnar niður á fjórum árum. Fyrir kosningar hafi fjáröflunarnefnd flokksins svo safnað styrkjum hjá fyrirtækjum. Unnur segir að sparnaðaraðgerðirnar og störf fjáröflunarnefndar flokksins hafa verið alveg aðskilið. "Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Helgi S. Guðmundsson, starfsmannastjóri hjá Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík, töluðu við fyrirtæki ásamt þriðja manni og söfnuðu peningum fyrir kosningar eins og hefur alltaf verið gert. Ég man ekki eftir neinum tölum í því sambandi. Það voru náttúrulega mörg fyrirtæki úti um allt. Ég veit ekki til þess að olíufélögin hafi látið okkur fá meira en hin félögin. Þórólfur og Helgi voru alveg með það," segir hún. Helgi hefur verið formaður fjáröflunarnefndar Framsóknarflokksins undanfarin tíu ár. Hann segir að Framsóknarflokkurinn hafi alltaf sagst leita til einstaklinga og fyrirtækja í landinu en það sé trúnaðarmál hverjir styrki Framsóknarflokkinn og vill ekki ræða styrki einstakra fyrirtækja til flokksins. Þórólfur Gíslason segir misskilning að hann hafi komið að fjársöfnun hjá fyrirtækjum og vildi ekki ræða það frekar. "Það hefur ekkert verið á minni könnu í þeim efnum," sagði hann.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira