Sjálfstæðismanni ekki sætt 2. nóvember 2004 00:01 „Þetta er verra en ég hélt,“ segir Davíð Oddsson um skýrslu Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna. Ef hann eða einhver annar Sjálfsstæðismaður væri borgarstjóri hefði þeim ekki verið sætt í embætti. Þegar samráð olíufélaganna komst fyrst í hámæli fyrir rúmu ári hélt þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, blaðamannafund og lýsti hann því að málið liti skelfilega út. Hann segist nú ekki ætla að láta sem hann hafi lesið hina þúsund blaðsíðna endanlegu skýrslu en að það sem hann hafi séð sé verra en hann vænti. Hann segir vilja manna til að vinna svona alltof mikinn og vonar að svona hugarfar sé að breytast í landinu. Rætt hefur verið um ábyrgð stjórnmálamanna í tengslum við olíuhneykslið. Sumir hafa talið að Sólveig Pétursdóttir hafi verið látin hætta sem dómsmálaráðherra vegna hlutdeildar eiginmanns hennar í málinu. Davíð segir svo ekki vera og telur varasamt að tengja Sólveigu við málið vegna hjónabands. Þá hefur verið rætt um þátt Þórólfs Árnasonar borgarstjóra sem var framkvæmdastjóri markaðssviðs ESSÓ frá 1993-1998. Hans er víða getið í skýrslunni, meðal annars í tengslum við samráð í útboðum til Reykjavíkurborgar og lögreglunnar. Þórólfur segir sjálfur að erfitt sé að segja hvenær hann hafi farið að gruna að ekki væri allt með felldu í starfsemi olíufélaganna. Hann hafi t.a.m. ekki haft fundargerðir eða minnispunkta forstjóranna fyrr en hann reyndi að upplýsa málið uppi í Samkeppnisstofnun. Eins og komið hefur fram hefur erfiðlega gengið að fá fulltrúa R-listans til að ræða málið við Stöð 2. Ágætt er þá að rifja upp orð Ingibjargar Sólrúnar frá því í fyrra, nánar tiltekið í fréttum Stöðvar 2 þann 31. júlí 2003. Þá sagði hún orrahríðina sem Þórólfur gengi í gegnum meiri en hún væri ef hann gegndi öðru starfi. Hún kvaðst jafnframt efast um að hann hefði þegið starf borgarstjóra ef hann hefði vitað að málið kæmi upp með þessum hætti. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
„Þetta er verra en ég hélt,“ segir Davíð Oddsson um skýrslu Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna. Ef hann eða einhver annar Sjálfsstæðismaður væri borgarstjóri hefði þeim ekki verið sætt í embætti. Þegar samráð olíufélaganna komst fyrst í hámæli fyrir rúmu ári hélt þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, blaðamannafund og lýsti hann því að málið liti skelfilega út. Hann segist nú ekki ætla að láta sem hann hafi lesið hina þúsund blaðsíðna endanlegu skýrslu en að það sem hann hafi séð sé verra en hann vænti. Hann segir vilja manna til að vinna svona alltof mikinn og vonar að svona hugarfar sé að breytast í landinu. Rætt hefur verið um ábyrgð stjórnmálamanna í tengslum við olíuhneykslið. Sumir hafa talið að Sólveig Pétursdóttir hafi verið látin hætta sem dómsmálaráðherra vegna hlutdeildar eiginmanns hennar í málinu. Davíð segir svo ekki vera og telur varasamt að tengja Sólveigu við málið vegna hjónabands. Þá hefur verið rætt um þátt Þórólfs Árnasonar borgarstjóra sem var framkvæmdastjóri markaðssviðs ESSÓ frá 1993-1998. Hans er víða getið í skýrslunni, meðal annars í tengslum við samráð í útboðum til Reykjavíkurborgar og lögreglunnar. Þórólfur segir sjálfur að erfitt sé að segja hvenær hann hafi farið að gruna að ekki væri allt með felldu í starfsemi olíufélaganna. Hann hafi t.a.m. ekki haft fundargerðir eða minnispunkta forstjóranna fyrr en hann reyndi að upplýsa málið uppi í Samkeppnisstofnun. Eins og komið hefur fram hefur erfiðlega gengið að fá fulltrúa R-listans til að ræða málið við Stöð 2. Ágætt er þá að rifja upp orð Ingibjargar Sólrúnar frá því í fyrra, nánar tiltekið í fréttum Stöðvar 2 þann 31. júlí 2003. Þá sagði hún orrahríðina sem Þórólfur gengi í gegnum meiri en hún væri ef hann gegndi öðru starfi. Hún kvaðst jafnframt efast um að hann hefði þegið starf borgarstjóra ef hann hefði vitað að málið kæmi upp með þessum hætti.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira