Sjálfstæðismanni ekki sætt 2. nóvember 2004 00:01 „Þetta er verra en ég hélt,“ segir Davíð Oddsson um skýrslu Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna. Ef hann eða einhver annar Sjálfsstæðismaður væri borgarstjóri hefði þeim ekki verið sætt í embætti. Þegar samráð olíufélaganna komst fyrst í hámæli fyrir rúmu ári hélt þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, blaðamannafund og lýsti hann því að málið liti skelfilega út. Hann segist nú ekki ætla að láta sem hann hafi lesið hina þúsund blaðsíðna endanlegu skýrslu en að það sem hann hafi séð sé verra en hann vænti. Hann segir vilja manna til að vinna svona alltof mikinn og vonar að svona hugarfar sé að breytast í landinu. Rætt hefur verið um ábyrgð stjórnmálamanna í tengslum við olíuhneykslið. Sumir hafa talið að Sólveig Pétursdóttir hafi verið látin hætta sem dómsmálaráðherra vegna hlutdeildar eiginmanns hennar í málinu. Davíð segir svo ekki vera og telur varasamt að tengja Sólveigu við málið vegna hjónabands. Þá hefur verið rætt um þátt Þórólfs Árnasonar borgarstjóra sem var framkvæmdastjóri markaðssviðs ESSÓ frá 1993-1998. Hans er víða getið í skýrslunni, meðal annars í tengslum við samráð í útboðum til Reykjavíkurborgar og lögreglunnar. Þórólfur segir sjálfur að erfitt sé að segja hvenær hann hafi farið að gruna að ekki væri allt með felldu í starfsemi olíufélaganna. Hann hafi t.a.m. ekki haft fundargerðir eða minnispunkta forstjóranna fyrr en hann reyndi að upplýsa málið uppi í Samkeppnisstofnun. Eins og komið hefur fram hefur erfiðlega gengið að fá fulltrúa R-listans til að ræða málið við Stöð 2. Ágætt er þá að rifja upp orð Ingibjargar Sólrúnar frá því í fyrra, nánar tiltekið í fréttum Stöðvar 2 þann 31. júlí 2003. Þá sagði hún orrahríðina sem Þórólfur gengi í gegnum meiri en hún væri ef hann gegndi öðru starfi. Hún kvaðst jafnframt efast um að hann hefði þegið starf borgarstjóra ef hann hefði vitað að málið kæmi upp með þessum hætti. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
„Þetta er verra en ég hélt,“ segir Davíð Oddsson um skýrslu Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna. Ef hann eða einhver annar Sjálfsstæðismaður væri borgarstjóri hefði þeim ekki verið sætt í embætti. Þegar samráð olíufélaganna komst fyrst í hámæli fyrir rúmu ári hélt þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, blaðamannafund og lýsti hann því að málið liti skelfilega út. Hann segist nú ekki ætla að láta sem hann hafi lesið hina þúsund blaðsíðna endanlegu skýrslu en að það sem hann hafi séð sé verra en hann vænti. Hann segir vilja manna til að vinna svona alltof mikinn og vonar að svona hugarfar sé að breytast í landinu. Rætt hefur verið um ábyrgð stjórnmálamanna í tengslum við olíuhneykslið. Sumir hafa talið að Sólveig Pétursdóttir hafi verið látin hætta sem dómsmálaráðherra vegna hlutdeildar eiginmanns hennar í málinu. Davíð segir svo ekki vera og telur varasamt að tengja Sólveigu við málið vegna hjónabands. Þá hefur verið rætt um þátt Þórólfs Árnasonar borgarstjóra sem var framkvæmdastjóri markaðssviðs ESSÓ frá 1993-1998. Hans er víða getið í skýrslunni, meðal annars í tengslum við samráð í útboðum til Reykjavíkurborgar og lögreglunnar. Þórólfur segir sjálfur að erfitt sé að segja hvenær hann hafi farið að gruna að ekki væri allt með felldu í starfsemi olíufélaganna. Hann hafi t.a.m. ekki haft fundargerðir eða minnispunkta forstjóranna fyrr en hann reyndi að upplýsa málið uppi í Samkeppnisstofnun. Eins og komið hefur fram hefur erfiðlega gengið að fá fulltrúa R-listans til að ræða málið við Stöð 2. Ágætt er þá að rifja upp orð Ingibjargar Sólrúnar frá því í fyrra, nánar tiltekið í fréttum Stöðvar 2 þann 31. júlí 2003. Þá sagði hún orrahríðina sem Þórólfur gengi í gegnum meiri en hún væri ef hann gegndi öðru starfi. Hún kvaðst jafnframt efast um að hann hefði þegið starf borgarstjóra ef hann hefði vitað að málið kæmi upp með þessum hætti.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira