Embættismenn firra sig ábyrgð 20. október 2004 00:01 Það er ekki rétt að kalla það mistök þegar Gullhamrar ehf., eigendur verslunarhúsnæðisins við Þjóðhildarstíg í Grafarholti, fengu verslunarleyfi að sögn Salvarar Jónsdóttur, sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur. Nóatún leigir nú húsnæðið og rekur verslun á staðnum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarsviðs, sagði í Fréttablaðinu í gær að leyfið hafi verið veitt vegna mistaka embættismanna borgarinnar við gerð aðalskipulagsins. Salvör segir að leyfið hafi verið veitt á grundvelli þágildandi aðalskipulags sem hafi heimilað slíkan rekstur. "Kjarni málsins er að aðalskipulagið sem samþykkt var kvað ekki nægilega skýrt á um að óheimilt væri að reka þarna matvöruverslun," segir Salvör. "Skipulagið var síðan samþykkt af pólitíkusum enda geta þeir einir samþykkt það." Aðspurð hvort stjórnmálamenn hafi gert mistök segir Salvör: "Það er spurning hvernig menn vilja túlka það. Mér finnst að það hefði mátt vanda vinnubrögðin betur." Salvör segir að aðalskipulaginu hafi síðar verið breytt. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi megi einungis opna matvöruverslun við Kirkjustétt, efst uppi á holtinu, þar sem verslunarkjarni hverfisins sé. Hún segir að þrátt fyrir að Nóatún reki nú verslun við rætur holtsins verði öðrum matvöruverslunum ekki veitt leyfi til þess. Með því væri verið að ganga gegn breyttu aðalskipulagi sem banni slíkan rekstur annars staðar en við Kirkjustétt. Aðspurð hvort borgin sé ekki að brjóta jafnræðisregluna með þessu segist hún ekki telja svo vera. Lúðvík Th. Halldórsson, eigandi Gullhamra, segir að ekki verði séð að embættismenn borgarinnar hafi gert nein mistök þessu máli. Ef einhver hafi gert mistök sé það Steinunn Valdís. Hún sem formaður skipulags- og byggingarnefndar hafi barist gegn því að veita leyfið. Borgarstjórn hafði síðan séð hverslags lögleysa það væri og samþykkt að veita það. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Það er ekki rétt að kalla það mistök þegar Gullhamrar ehf., eigendur verslunarhúsnæðisins við Þjóðhildarstíg í Grafarholti, fengu verslunarleyfi að sögn Salvarar Jónsdóttur, sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur. Nóatún leigir nú húsnæðið og rekur verslun á staðnum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarsviðs, sagði í Fréttablaðinu í gær að leyfið hafi verið veitt vegna mistaka embættismanna borgarinnar við gerð aðalskipulagsins. Salvör segir að leyfið hafi verið veitt á grundvelli þágildandi aðalskipulags sem hafi heimilað slíkan rekstur. "Kjarni málsins er að aðalskipulagið sem samþykkt var kvað ekki nægilega skýrt á um að óheimilt væri að reka þarna matvöruverslun," segir Salvör. "Skipulagið var síðan samþykkt af pólitíkusum enda geta þeir einir samþykkt það." Aðspurð hvort stjórnmálamenn hafi gert mistök segir Salvör: "Það er spurning hvernig menn vilja túlka það. Mér finnst að það hefði mátt vanda vinnubrögðin betur." Salvör segir að aðalskipulaginu hafi síðar verið breytt. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi megi einungis opna matvöruverslun við Kirkjustétt, efst uppi á holtinu, þar sem verslunarkjarni hverfisins sé. Hún segir að þrátt fyrir að Nóatún reki nú verslun við rætur holtsins verði öðrum matvöruverslunum ekki veitt leyfi til þess. Með því væri verið að ganga gegn breyttu aðalskipulagi sem banni slíkan rekstur annars staðar en við Kirkjustétt. Aðspurð hvort borgin sé ekki að brjóta jafnræðisregluna með þessu segist hún ekki telja svo vera. Lúðvík Th. Halldórsson, eigandi Gullhamra, segir að ekki verði séð að embættismenn borgarinnar hafi gert nein mistök þessu máli. Ef einhver hafi gert mistök sé það Steinunn Valdís. Hún sem formaður skipulags- og byggingarnefndar hafi barist gegn því að veita leyfið. Borgarstjórn hafði síðan séð hverslags lögleysa það væri og samþykkt að veita það.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira