Innlent

ÍBR á móti sameiningunni

Stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur og forysta íþróttafélaganna í Reykjavík leggjast gegn því að málaflokkurinn íþrótta- og tómstundamál verði sameinaður menningarmálum í tengslum við stjórnkerfisbreytingar hjá Reykjavíkurborg. Í erindi til borgarráðs lýsir íþróttahreyfingin í borginni þungum áhyggjum af þessum fyrirætlunum og hvetur til þess að ekki komi til skerðing á sjálfstæði Íþrótta- og tómstundaráðs og að staðinn verði vörður um starfsemi þess.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×